Erlent

Frans páfi féll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frans Páfi er vinsæll og þykir aðeins hressari en Benedikt páfi
Frans Páfi er vinsæll og þykir aðeins hressari en Benedikt páfi Vísir/Getty
Þrátt fyrir að vera sérlegur sendiboði Guðs hér á jörðu er Frans páfi bara mannlegur eins og við hin. Það sást í dag er hann hrasaði og féll þegar hann gekk upp tröppur á Péturstorgi í Rómarborg í dag.

Í fallinu leit út fyrir að páfinn væri að biðja er hann setti hendurnar fyrir sig. Öryggisverðir stukku til og voru snöggir að hjálpa páfanum á fætur eins og sjá má myndbandinu hér fyrir neðan.

Frans páfi létt sér fátt um finna og hélt áfram upp tröppurnar. Hann settist á páfastólinn árið 2013 og hefur þótt frjálslyndari en fyrirrennari sinn, Benedikt 16.

Í gær gaf Vatíkanið t.d. út rokk-plötuna Wake Up! þar sem finna má ellefu bestu ávörp Frans páfa undir hljómfögrum hip-hop, rokk og suðrænum töktum en hér fyrir neðan má hlusta á eitt af lögunum á plötunni.


Tengdar fréttir

Páfi segir Guð gráta þjáningar barna

Frans páfi hitti í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í gær fimm einstaklinga, þrjár konur og tvo karla, sem í æsku voru beittir kynferðisofbeldi. Ekki er vitað hversu stór hluti þeirra var misnotaður af prestum, en á fréttavef Breska ríkisútvarpsins, BBC, er páfi sagður hafa sagt þeim að kirkjufólk og biskupar sem beittu slíku ofbeldi eða létu hjá líða að vernda börn, þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar.

Páfi gagnrýnir bandaríska þingmenn

Frans páfi kom inn á fjölmörg umdeild pólitísk stórmál í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann hvatti meðal annars þingið til að afnema dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×