Innlent

Hálka og snjóþekja á vegum

Atli Ísleifsson skrifar
Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja nánast á öllum leiðum.
Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja nánast á öllum leiðum. Vísir/Daníel
Hálka er á höfuðborgarsvæðinu, en hálkublettir á Reykjanesbraut. Í frétt Vegagerðinnar segir að hálka sé á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Suðurlandi og sumstaðar éljar.

„Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja nánast á öllum leiðum.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja, snjókoma og éljagangur.

Á Norðurlandi er hálka nánast á á öllum leiðum, en snjóþekja í Norðurárdal. Skafrenningur er víða.

Á Norðausturlandi er hálka og skafrenningur á flestum leiðum.

Á Austurlandi og með suðausturströndinni er hálka,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×