Góður árangur að komast í átta liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2015 09:00 Farið yfir málin. Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson fara yfir málin með kaffibolla í höndum eftir blaðamannafund HSÍ í gær. fréttablaðið/valli Dagur Sigurðsson á verðugt verkefni fyrir höndum að reisa þýska landsliðið aftur á þann stall sem það á heima á – að minnsta kosti að mati Þjóðverja. Átta ár eru liðin síðan að Þýskaland varð heimsmeistari en undanfarin ár hefur liðið átt erfitt með að komast inn á stórmót. Ákveðið var að endurnýja ekki samninga við Martin Heuberger eftir að Þýskaland tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í Katar. Þýskaland komst þó inn eftir krókaleiðum líkt og kunnugt er en í millitíðinni var Dagur ráðinn landsliðsþjálfari. „Við hófum æfingar á milli jóla og nýárs og ég var sáttur við strákana þá. Ég vona að þeir komi einbeittir hingað til lands og spili tvo góða leiki gegn Íslandi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær en Ísland mætir Degi og lærisveinum hans í tveimur æfingaleikjum í Laugardalshöllinni, á morgun og á mánudagskvöld. „Það hafa verið smá skakkaföll í hópnum mínum eins og gengur og gerist en ég ef ég næ að endurheimta einhverja eftir þessa leiki verð ég sáttur,“ segir Dagur. Aðeins markverðir þýska liðsins eiga að baki meira en 100 landsleiki en til samanburðar má nefna að í hópi Íslands eru níu útileikmenn sem eiga meira en 100 leiki að baki. Dagur segir liðin gerólík að þessu leyti. „Ísland er með mun reynslumeira lið og sérstaklega hvað stórmótin varðar. Ég væri alveg til í að vera með 150 leikja mann í vinstri skyttunni sem væri búinn að skora sex mörk að meðaltali í leik síðustu fimmtán árin. En sá maður er bara ekki til,“ segir Dagur en þrátt fyrir allt eru ávallt miklar kröfur gerðar til þýska landsliðsins, enda handboltinn líklega hvergi stærri íþrótt en þar í landi. „Það eru alltaf væntingar gerðar til þýska landsliðsins en engu að síður finnst mér að menn hafi stillt þeim í hóf. Það myndi teljast mjög góður árangur að vera í hópi efstu átta liðanna, sérstaklega miðað við hvernig riðlarnir eru,“ segir Dagur og bætir við: „Helst myndi ég vilja sjá stöðugt lið og sleppa við miklar sveiflur á milli leikja. Ég held að þeir sem þekkja til í Þýskalandi séu sammála því.“ Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari og yfirmaður hjá þýska handboltasambandinu, sagði nýlega að þýska landsliðið ætti ávallt að stefna á 8-liða úrslitin. „Ég er sammála því. Ég er eiginilega sammála öllu því sem Heiner Brand segir. Meira að segja ég er með háleit markmið fyrir liðið en geri mér grein fyrir því að það þarf tíma til að ná þeim. Ég ætla þó ekki að fara í felur með það og get sagt að ég vil sjá liðið standa mjög framarlega,“ segir Dagur Sigurðsson að lokum.Dagur Sigurðsson verður á sunnudaginn fyrsti íslenski þjálfarinn til þess að stýra landsliði á móti íslenska handboltalandsliðinu í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið notar tækifærið og rifjar upp nokkrar eftirminnilega leiki Dags í Höllinni.7. febrúar 1993 Skorar 7 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér bikarinn með 24-20 sigri á Selfossi.11. nóvember 1993 Skorar sitt fyrsta landsliðsmark í Höllinni þegar Ísland vinnur 30-15 sigur á Búlgörum í undankeppni EM. 15. maí 1994 Skorar 5 mörk og er næstmarkahæstur þegar Valsmenn vinna 26-21 sigur á Haukum og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn5. apríl 1996 Skorar 9 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 25-17 sigri á KA. Tekur við Íslandsbikarnum í leikslok.27. nóvember 1996 Skorar fjögur mörk þegar Ísland vinnur gríðarlega mikilvægan 27-21 sigur á Dönum í undankeppni HM. Ísland komst á HM 1997 og endaði þar í 5. sæti.28. febrúar 2009 Skorar tvö mörk og endar handboltaferilinn í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa hjálpað Val að vinna 31-24 sigur á Gróttu í úrslitaleik. Bikarmeistari með sextán ára millibili. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Dagur Sigurðsson á verðugt verkefni fyrir höndum að reisa þýska landsliðið aftur á þann stall sem það á heima á – að minnsta kosti að mati Þjóðverja. Átta ár eru liðin síðan að Þýskaland varð heimsmeistari en undanfarin ár hefur liðið átt erfitt með að komast inn á stórmót. Ákveðið var að endurnýja ekki samninga við Martin Heuberger eftir að Þýskaland tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í Katar. Þýskaland komst þó inn eftir krókaleiðum líkt og kunnugt er en í millitíðinni var Dagur ráðinn landsliðsþjálfari. „Við hófum æfingar á milli jóla og nýárs og ég var sáttur við strákana þá. Ég vona að þeir komi einbeittir hingað til lands og spili tvo góða leiki gegn Íslandi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær en Ísland mætir Degi og lærisveinum hans í tveimur æfingaleikjum í Laugardalshöllinni, á morgun og á mánudagskvöld. „Það hafa verið smá skakkaföll í hópnum mínum eins og gengur og gerist en ég ef ég næ að endurheimta einhverja eftir þessa leiki verð ég sáttur,“ segir Dagur. Aðeins markverðir þýska liðsins eiga að baki meira en 100 landsleiki en til samanburðar má nefna að í hópi Íslands eru níu útileikmenn sem eiga meira en 100 leiki að baki. Dagur segir liðin gerólík að þessu leyti. „Ísland er með mun reynslumeira lið og sérstaklega hvað stórmótin varðar. Ég væri alveg til í að vera með 150 leikja mann í vinstri skyttunni sem væri búinn að skora sex mörk að meðaltali í leik síðustu fimmtán árin. En sá maður er bara ekki til,“ segir Dagur en þrátt fyrir allt eru ávallt miklar kröfur gerðar til þýska landsliðsins, enda handboltinn líklega hvergi stærri íþrótt en þar í landi. „Það eru alltaf væntingar gerðar til þýska landsliðsins en engu að síður finnst mér að menn hafi stillt þeim í hóf. Það myndi teljast mjög góður árangur að vera í hópi efstu átta liðanna, sérstaklega miðað við hvernig riðlarnir eru,“ segir Dagur og bætir við: „Helst myndi ég vilja sjá stöðugt lið og sleppa við miklar sveiflur á milli leikja. Ég held að þeir sem þekkja til í Þýskalandi séu sammála því.“ Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari og yfirmaður hjá þýska handboltasambandinu, sagði nýlega að þýska landsliðið ætti ávallt að stefna á 8-liða úrslitin. „Ég er sammála því. Ég er eiginilega sammála öllu því sem Heiner Brand segir. Meira að segja ég er með háleit markmið fyrir liðið en geri mér grein fyrir því að það þarf tíma til að ná þeim. Ég ætla þó ekki að fara í felur með það og get sagt að ég vil sjá liðið standa mjög framarlega,“ segir Dagur Sigurðsson að lokum.Dagur Sigurðsson verður á sunnudaginn fyrsti íslenski þjálfarinn til þess að stýra landsliði á móti íslenska handboltalandsliðinu í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið notar tækifærið og rifjar upp nokkrar eftirminnilega leiki Dags í Höllinni.7. febrúar 1993 Skorar 7 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér bikarinn með 24-20 sigri á Selfossi.11. nóvember 1993 Skorar sitt fyrsta landsliðsmark í Höllinni þegar Ísland vinnur 30-15 sigur á Búlgörum í undankeppni EM. 15. maí 1994 Skorar 5 mörk og er næstmarkahæstur þegar Valsmenn vinna 26-21 sigur á Haukum og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn5. apríl 1996 Skorar 9 mörk og er markahæstur þegar Valsmenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 25-17 sigri á KA. Tekur við Íslandsbikarnum í leikslok.27. nóvember 1996 Skorar fjögur mörk þegar Ísland vinnur gríðarlega mikilvægan 27-21 sigur á Dönum í undankeppni HM. Ísland komst á HM 1997 og endaði þar í 5. sæti.28. febrúar 2009 Skorar tvö mörk og endar handboltaferilinn í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa hjálpað Val að vinna 31-24 sigur á Gróttu í úrslitaleik. Bikarmeistari með sextán ára millibili.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. 2. janúar 2015 15:34