Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2015 06:30 Meira en sautján þúsund manns tóku þátt í síðustu mánudagsmótmælum. Vísir/AP Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA. Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA.
Flóttamenn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira