Flugeldar á Íslandi sprengja ESB-reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2015 08:00 Íslendingar þykja nokkuð skotglaðir á áramótum. vísir/pjetur Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Herdís Storgaard, verkefnisstjóri um slysavarnir barna hjá Miðstöð um slysavarnir barna, segir að stærstu flugeldarnir sem seldir eru hérlendis séu of stórir og hættulegir almenningi. Um áramótin sprakk skotkaka, af gerðinni Þrumur Surts, í heild sinni á jörðu niðri og olli talsverðu tjóni á húsum í Bergstaðastræti. „Stærstu terturnar eru allt að 25 kílógrömm og það er of mikið magn af púðri,“ segir Herdís. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði skotkakan sem olli skemmdum í Bergstaðastræti sprungið nálægt hópi af fólki. Reglugerð sú sem nú sé í gildi sé úr sér gengin og eftirliti með geymslu og sölu flugelda sé mjög ábótavant. Þó sé skipan mála mun betri en hún var fyrir fáeinum árum en betur megi ef duga skal.Herdís Storgaardvísir/stefán„Á undanförnum árum hefur sá hópur sem verður fyrir slysum tekið breytingum,“ segir Herdís. Áður fyrr hafi það að stærstum hluta verið unglingar sem voru að fikta með flugeldana en nú sé meira um það að fullorðnir slasist. „Verði slys vegna notkunar flugelda þá þyrfti að skrá það mun nánar. Komi í kjölfarið upp grunur um að galli gæti leynst í einhverri vörunni þá væri hægt að koma skilaboðum áleiðis til fólks svo það viti af honum eða í það minnsta af möguleikanum,“ segir Herdís. „Það er alltaf hætta og möguleiki á að þetta geti gerst,“ segir Lúðvík Georgsson, talsmaður KR flugelda. Fyrirtækið flutti umrædda skotköku til landsins og hefur haft samband við tryggingafélag sitt vegna málsins.Lúðvík Georgssonmynd/lúðvík georgsson„Lögreglan athugar hvort flugeldar sem eru til sölu standist ekki reglugerð og slökkviliðið metur hvort eldvarnir í sölu- og geymsluplássum séu ekki til fyrirmyndar,“ segir Lúðvík og bætir við að ólíklegt sé að flugeldar verði fyrir hnjaski á leið til landsins. Aðeins örfáar hafnir í heiminum hleypi flugeldum í gegn hjá sér og þær taki það hlutverk föstum tökum. „Hérlendis höfum við leyft stærri flugelda en nágrannalöndin og er hægt að rökræða fram og til baka hve stóra flugelda eigi að leyfa,“ segir Lúðvík. Það sé enn fremur ljóst að flugeldar á íslenskum markaði verði öllu minni verði íslensk lög samræmd reglum Evrópusambandsins. Lúðvík segir að menn verði að fara varlega með skotelda sökum eðlis vörunnar. Sé fyllstu varúðar hins vegar gætt eigi áramótin að geta farið slysalaust fram þó að stöku flugeldur sé gallaður. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira