Búið að loka fyrir sölu á miðum í Color Run Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2015 23:24 Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Vísir/Getty Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum. Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Búið er að loka fyrir sölu á miðum í The Color Run by Alvogen. Uppselt varð í hlaupið fyrr í kvöld, en það fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar segir að upphaflega hafi orðið uppselt fyrir tveimur vikum en aðstandendur gátu útvegað meira litapúður frá samstarfsaðilum á Norðurlöndum svo hægt var að bæta við miðum í hlaupið. „Þó var vitað að þeir viðbótarmiðar myndu ekki duga fyrir þeirri eftirspurn sem var í hlaupið og er nú svo komið að það er uppselt þó enn séu nokkrir dagar í hlaupið.“ Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi, segir það vera frekar undarlega tilfinningu að loka fyrir sölu. „Mörgum þykir það sjálfsagt skrítið að það sé uppselt í hlaup því það er nóg pláss á götunum en þetta er ekkert hefðbundið hlaup. Í okkar tilfelli er þörf á litapúðri fyrir þann hóp sem kemur til með að hlaupa og miðað við það magn sem við erum með af púðri þá er einfaldlega orðið fullt í hlaupið. Við erum strax farnir að fá símtöl þar sem við erum hvattir til að panta bara meira púður með flugi en það er hægara sagt en gert. Ef það væri lítið mál þá myndum við að sjálfsögðu gera það.“Áríðandi að miðaeigendur sæki hlaupagögnThe Color Run verslun opnaði í Hörpu síðastliðinn laugardag þar sem þátttakendur fá afhent hlaupagögn sín. Þegar aðeins tveir dagar eru í hlaupið er um helmingur þátttakenda búinn að sækja hlaupagögnin. „Við höfðum vonað að fleiri væru búnir að sækja pakkann sinn en þetta þýðir bara að það verður aðeins meiri örtröð í búðinni síðustu tvo dagana. Við höfum því ákveðið að lengja aðeins opnunartímann og næstu tvo daga verðum við með opið til klukkan 22 fimmtudags- og föstudagskvöld. Og ítrekum að hlauparar verða að ná í gögnin fyrir helgi. Svigrúm til að afhenda hlaupagögn í Hljómskálagarðinum er takmarkað og má gera ráð fyrir því að það verði ansi tímafrekt,“ segir Davíð. Upphitun fyrir The Color Run by Alvogen hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun. Ræst verður í hlaupið klukkan 11 og að loknu hlaupi verður eftirpartý með dönsurum, kynnum, plötusnúð og litabombum.
Tengdar fréttir Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30 The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24 Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum. 27. maí 2015 15:30
The Color Run opnar verslun í Hörpu Á morgun mun The Color Run by Alvogen verslunin opna á fyrstu hæð í Hörpu. 29. maí 2015 13:24
Hlaupaleiðin í The Color Run Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. 3. júní 2015 15:07