Viðskipti innlent

Styrktaraðilar FIFA fagna brotthvarfi Blatter

ingvar haraldsson skrifar
Sepp Blatter segist ætla að hætta sem forseti FIFA.
Sepp Blatter segist ætla að hætta sem forseti FIFA. nordicphotos/afp
Margir af stærstu styrktaraðilum FIFA á borð við Visa, Coca-Cola og McDonald's hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem fyrirtækin fagna afsögn Sepp Blatters sem forseta FIFA samkvæmt frétt BBC.

Stórfyrirtækin segja þetta þó aðeins fyrstu skrefin í að uppræta spillingu innan FIFA. Brýnt sé að umbætur verði gerðar á starfi samtakanna. Mikið verk sé framundan við að endurheimta traust almennings.

Blatter sagði af sér í gær, innan við viku eftir að háttsettir einstaklingar innan knattspyrnuhreyfingarinnar voru handteknir á hóteli í Sviss. Handtökurnar tengdust rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) á fjármálamisferli æðstu manna innan knattspyrnuhreyfingarinnar í Norður-Ameríku.

Þá voru einungis fjórir dagar síðan Blatter var endurkjörnin forseti FIFA með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Grunur leikur á að FBI sé með Blatter til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Blatter hættir sem forseti FIFA

Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×