Lífið

„Ég er ekki Guðmundur í Byrginu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Týr Þórarinsson til vinstri og Guðmundur í Byrginu til hægri.
Týr Þórarinsson til vinstri og Guðmundur í Byrginu til hægri. vísir/gva
„Þetta er ástæðan fyrir því að ég tók út Guðmundar nafnið, ég heiti bara Týr Þórarinsson í þjóðskrá,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, einnig þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni. Hann greinir frá því á Facebook að fólk rugli honum enn saman við Guðmund Jónsson í Byrginu.

Guðmundur Jónsson var forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu og var dæmdur fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður árið 2008. Hann var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Hæstarétti árið 2008. Málið vakti gríðarlega athygli í fjölmiðlum og segir Mummi að hann fái alltaf sting í hjartað þegar honum er ruglað saman við Guðmund í Byrginu.

„Ég henti Guðmundar nafninu á sínum tíma, því það var alltaf verið að rugla mér saman við þetta mál. Þetta stingur mig alltaf, mér finnst þetta vont, ég er ekki Guðmundur í Byrginu. Fólk er almennt ekkert inn í umræðunni í svona meðferðarmálum og fíklamálum, kannski sem betur fer, og ruglar þessu bara öllu saman.“

Fór að safna hári

Mummi segir Guðmundur í Byrginu hafi gert honum þann óleik á sínum tíma að hann fór að safna hári.

„Þá voru komnir tveir Guðmundar, báðir gráhærðir með sítt hár og þetta mál fór allt saman í einn graut. Ég var mikið áreittur á sínum tíma og kallaður perri út á götu. Starfsfólkið mitt á þeim tíma var varað við mér og spurt hvort ég væri búinn að leita eitthvað á þau.“

Hann segir að þegar málið kom fyrst upp hafi hann orðið fyrir gríðarlegu áreiti.

„Sama kvöld og þessi frægi Kastljósþáttur var sýndur, þá stóð ég upp á sviði í Háskólabíói að taka á móti styrk og þakka fyrir það. Síðan þegar ég kem niður af sviðinu þá segir maðurinn sem stóð fyrir styrkveitingunni „Þrátt fyrir það sem sýnt var í sjónvarpinu í kvöld, þá vil ég að þú vitir að þú mátt halda styrknum“ og ég spurði bara manninn um hvað hann væri að tala. Það var ekki góð tilfinning að standa fyrir framan 900 manns og þakka fyrir styrkveitinguna en það héldu allri að verið væri að styrkja manninn sem var í Kastljósþættinum.“


Tengdar fréttir

„Dómurinn var og er gildur dómur“

Lögmaður Guðmundar Týs segir endurupptöku á meiðyrðamáli gegn forstjóra Barnaverndarstofu ekki breyta niðurstöðu fyrri dóms






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.