Viðskipti innlent

Opna bjórskóla og brugghús úti á Granda

ingvar haraldsson skrifar
Bjórinn á nýjum veitingastað úti á Granda verður bruggaður á staðnum.
Bjórinn á nýjum veitingastað úti á Granda verður bruggaður á staðnum. nordicphotos/getty
Opna á veitingastað við Grandagarð 8 síðar í sumar þar sem bæði verður bruggaður bjór á staðnum og haldin bjórnámskeið í bjórskóla staðarins.

„Þetta er eitthvað sem er alveg nýtt,“ segir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, ein aðstandenda staðarins, en hún segist ekki vita til þess að áður hafi verið boðið upp á bjór á íslenskum veitingastað sem bruggaður sé á staðnum.

Sérstakur bruggmeistari verður við störf á veitingastaðnum en á næstu dögum verður átta bruggkútum komið fyrir á þar.

Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Iðnaðarmenn hafa nýlokið störfum og nú tekur við parketlagning og uppsetning á eldhúsi. Vonast er til að opna staðinn fyrir verslunarmannahelgi en endanlegt nafn er ekki komið á staðinn.



Sprenging í bjóráhuga landsmanna

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn aðstandenda bjórskóla Ölgerðarinnar, segir að sprenging hafi orðið í áhuga á öllu tengdu bjór að undanförnu.

Í vetur hafi Skúli Craft Bar verið opnaður við Aðalstræti svo og Mikkeller & Friends við Hverfisgötu. Báðir barirnir gefi sig út fyrir að bjóða upp á mikið bjórúrval. Þá eigi einnig að opna bjórgarð við nýtt Fosshótel við Höfðatorg.

„Þess utan er það eiginlega alveg búið sem var að á matseðlinum á betri veitingastöðum væru tvær til þrjár tegundir af keimlíkum lagerbjór,“ segir Stefán.

Sagnfræðingurinn óttast ekki aukna samkeppni við bjórskóla Ölgerðarinnar sem stofnaður var fyrir fimm árum. „Forsendur þess að til þess að hægt sé að standa undir öllum þessum „gourmet“-börum þá verður náttúrulega að vera stór hópur sem er tilbúinn að borga aðeins meira fyrir betri bjór þannig að það styður bara hvort annað,“ segir Stefán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×