Sport

Missti báða foreldrana á einum klukkutíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Doug Flutie er hann lék með Buffalo Bills.
Doug Flutie er hann lék með Buffalo Bills. vísir/getty
Gærdagurinn var erfiður fyrir fyrrum NFL-leikstjórnandann Doug Flutie. Þá féllu báðir foreldrar hans frá.

Foreldrar hans höfðu verið gift í 56. Þau létust bæði úr hjartaáfalli. Faðir hans fór fyrst og aðeins klukkutíma síðar fór móðir hans.

„Menn segja að það sé hægt að deyja úr ástarsorg og ég trúi því," skrifaði Flutie á Facebook-síðu sína.

Hinn 53 ára gamli Flutie spilaði háskólabolta með Boston College og var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 1984.

Hann spilaði sem atvinnumaður í 21 ár og er nú starfsmaður hjá NBC og lýsir leikjum hjá Notre Dame háskólanum. Hann spilaði með NFL-liðunum Chicago Bears, New England Patriots, Buffalo Bills og San Diego Chargers.

It is with a heavy heart that I am making this statement. This morning my family experienced the tragic loss of my...

Posted by Doug Flutie on Wednesday, November 18, 2015
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×