Innlent

Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um að loka NA/SV flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Flugbrautin er einnig kölluð neyðarbrautin. Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna málsins.

Svarbréf ráðherrans var lagt fyrir á fundi borgarráðs í morgun. Þar kemur fram að ríkið ætlar ekki að loka brautinni og að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráforma um 400 íbúða á Hlíðarendasvæðinu.

Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram bókun vegna málsins þar sem því er fagnað að málið sé „nú loks“ komið í faglegt ferli. Ennfremur segir í bókuninni að til að mögulegt sé að taka ákvörðun um lokun flugbrautar sé ekki nóg að taka hana út af skipulagi, eins og gert hafi verið í Reykjavík, heldur verði að liggja fyrir að lokun flugbrautarinnar „komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að viðhalda megi fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn.“


Tengdar fréttir

Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum

Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag.

„Neyðarbrautin“ yrði ekki virk

ÞG verktakar hafa sent beiðni til Samgöngustofu um að fá að reisa fyrstu byggingarkranana á Hlíðarendasvæðinu svokallaða þar sem um sex hundruð íbúðir og stærsta hótel landsins munu rísa á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×