Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2015 12:15 Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. Vísir/Pjetur Landspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans tugi milljóna, vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Landspítalanum var gert að greiða henni laun starfsmannastjóra frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Samkvæmt dómi héraðsdóms fær starfsmannastjórinn greiddar rúmar 707 þúsund krónur á mánuði, alls 26.532.093 krónur auk dráttarvaxta.Björn Zöega, fyrrum forstjóri Landspítalans.GVASamið um að hún héldi sömu launum til 2017 Þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017. Einnig var gert ráð fyrir því að fyrir 31. maí 2017 skyldu aðilar samkomulagsins leitast við um að Kristjana Erna fengi sambærilegt starf og hún gegndi á Landspítala eða annars staðar hjá ríkinu. Ef það tækist ekki skyldi Kristjana Erna láta af störfum hjá Landspítalanum þann 31. mái 2017. Samið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Fengi hún nýtt starf hjá ríkinu eða öðrum aðila skyldu launagreiðslur falla niður, með þeirri undantekninu að ef laun væri lægri í nýju starfi skyldi Landspítalinn greiða mismuninn til 31. maí 2017.Fjármálaráðuneytið sagði að forstjóra hefði ekki verið heimilt að gera starfslokasamning Í byrjun janúar 2014 óskaði Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítala, eftir því að Kristjana Erna kæmi til fundar við sig. Þar tjáði hann henni að fjármálaráðuneytið hefði sent bréf þar sem kæmi fram að forveri hans í starfi, Björn Zoëga, hefði ekki haft leyfi til að gera við hana starfslokasamning og beindi ráðuneytið þeim tilmælum til Landspítala að binda endi á starfslokasamninginn. Landspítalinn taldi því að sér væri óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Skömmu síðar hittust Páll og Kristjana Erna á fundi þar sem rætt var um hugmyndir að verkefnum hennar þegar hún sneri aftur til starfa. Taldi Kristjana Erna að Páll hafi sagt að hann myndi tryggja henni sömu laun í nýju starfi. Í apríl var henni boðið starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmVar ekki tilbúin til þess að sætta sig við launalækkun „Launakjör þín yrðu að sjálfsögðu lægri en laun framkvæmdastjóra mannauðssviðs voru (enda ekki eðlilegt að fólk haldi fyrri launum í nýju, umfangsminna og ábyrgðarminna starfi) en launin myndu samt taka mið af langri starfsreynslu þinni, því hvernig gert er við aðra í svipaðri aðstöðu á spítalanum og vera þér fyllilega sæmandi,“ sagði í tölvupósti frá Páli Matthíassyni til Kristjönu Ernu. „Ég hef mikinn áhuga á því verkefni sem við ræddum á fundinum í apríl og tel mig geta nýst vel í því starfi. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að sætta mig við að taka á mig launalækkun vegna þessa,“ svaraði Kristjana Erna. Landspítalinn leit svo á að ef ekki væri komist að samkomulagi á milli spítalans og Kristjönu Ernu um annað starf innan spítalans fyrir 1. júní 2014 væri ráðningarsamningi aðila lokið frá og með þeim degi.Spítalanum ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum Kristjana Erna sætti sig ekki við þetta og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Um þetta var Landspítalinn ósammála og hvatti Páll Kristjönu til að þiggja það starf sem í boði var: „Ég hvet þig eindregið til að þiggja starfið svo við getum notið starfskrafta þinna áfram. Ef þér hugnast það ekki eða telur nauðsynlegt til að setja einhver skilyrði til að mynda um launakjör þá get ég ekki orðið við slíkum skilyrðum og þar með væri ráðningarsambandi þínu og Landspítala endanlega lokið.“ Í niðurstöðu dómsins segir að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi, nema skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Í málinu hafi hinsvegar ekkert komið fram um að skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Þannig hafi ekki verið séð að stefnandi hafi nokkru sinni hafnað því að koma aftur til starfa hjá stefnda og taka þá að sér önnur verkefni hjá Landspítalanum en hún sinnti áður. Landspítalinn var því dæmdur til að greiða skal greiða Kristjönu Ernu 26.532.093 kr. með dráttarvöxtum auk þess sem spítalinn greiddi málskostnað Kristjönu Ernu, 1.3 milljónir. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landspítalinn hefur verið dæmdur til að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans tugi milljóna, vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Landspítalanum var gert að greiða henni laun starfsmannastjóra frá 1. desember 2014 til 31. maí 2017. Samkvæmt dómi héraðsdóms fær starfsmannastjórinn greiddar rúmar 707 þúsund krónur á mánuði, alls 26.532.093 krónur auk dráttarvaxta.Björn Zöega, fyrrum forstjóri Landspítalans.GVASamið um að hún héldi sömu launum til 2017 Þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017. Einnig var gert ráð fyrir því að fyrir 31. maí 2017 skyldu aðilar samkomulagsins leitast við um að Kristjana Erna fengi sambærilegt starf og hún gegndi á Landspítala eða annars staðar hjá ríkinu. Ef það tækist ekki skyldi Kristjana Erna láta af störfum hjá Landspítalanum þann 31. mái 2017. Samið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Fengi hún nýtt starf hjá ríkinu eða öðrum aðila skyldu launagreiðslur falla niður, með þeirri undantekninu að ef laun væri lægri í nýju starfi skyldi Landspítalinn greiða mismuninn til 31. maí 2017.Fjármálaráðuneytið sagði að forstjóra hefði ekki verið heimilt að gera starfslokasamning Í byrjun janúar 2014 óskaði Páll Matthíasson, settur forstjóri Landspítala, eftir því að Kristjana Erna kæmi til fundar við sig. Þar tjáði hann henni að fjármálaráðuneytið hefði sent bréf þar sem kæmi fram að forveri hans í starfi, Björn Zoëga, hefði ekki haft leyfi til að gera við hana starfslokasamning og beindi ráðuneytið þeim tilmælum til Landspítala að binda endi á starfslokasamninginn. Landspítalinn taldi því að sér væri óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Skömmu síðar hittust Páll og Kristjana Erna á fundi þar sem rætt var um hugmyndir að verkefnum hennar þegar hún sneri aftur til starfa. Taldi Kristjana Erna að Páll hafi sagt að hann myndi tryggja henni sömu laun í nýju starfi. Í apríl var henni boðið starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmVar ekki tilbúin til þess að sætta sig við launalækkun „Launakjör þín yrðu að sjálfsögðu lægri en laun framkvæmdastjóra mannauðssviðs voru (enda ekki eðlilegt að fólk haldi fyrri launum í nýju, umfangsminna og ábyrgðarminna starfi) en launin myndu samt taka mið af langri starfsreynslu þinni, því hvernig gert er við aðra í svipaðri aðstöðu á spítalanum og vera þér fyllilega sæmandi,“ sagði í tölvupósti frá Páli Matthíassyni til Kristjönu Ernu. „Ég hef mikinn áhuga á því verkefni sem við ræddum á fundinum í apríl og tel mig geta nýst vel í því starfi. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að sætta mig við að taka á mig launalækkun vegna þessa,“ svaraði Kristjana Erna. Landspítalinn leit svo á að ef ekki væri komist að samkomulagi á milli spítalans og Kristjönu Ernu um annað starf innan spítalans fyrir 1. júní 2014 væri ráðningarsamningi aðila lokið frá og með þeim degi.Spítalanum ekki heimilt að rifta starfslokasamningnum Kristjana Erna sætti sig ekki við þetta og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Um þetta var Landspítalinn ósammála og hvatti Páll Kristjönu til að þiggja það starf sem í boði var: „Ég hvet þig eindregið til að þiggja starfið svo við getum notið starfskrafta þinna áfram. Ef þér hugnast það ekki eða telur nauðsynlegt til að setja einhver skilyrði til að mynda um launakjör þá get ég ekki orðið við slíkum skilyrðum og þar með væri ráðningarsambandi þínu og Landspítala endanlega lokið.“ Í niðurstöðu dómsins segir að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi, nema skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Í málinu hafi hinsvegar ekkert komið fram um að skilyrði til riftunar samningsins væru uppfyllt. Þannig hafi ekki verið séð að stefnandi hafi nokkru sinni hafnað því að koma aftur til starfa hjá stefnda og taka þá að sér önnur verkefni hjá Landspítalanum en hún sinnti áður. Landspítalinn var því dæmdur til að greiða skal greiða Kristjönu Ernu 26.532.093 kr. með dráttarvöxtum auk þess sem spítalinn greiddi málskostnað Kristjönu Ernu, 1.3 milljónir. Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira