Sjaldan sakfellt fyrir rangar sakargiftir Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Innan tíðar verður tekið fyrir í Hæstarétti mál konu sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir í héraði. Hún hafði áður kært átta manns fyrir kynferðisbrot. Hæstiréttur hefur aldrei sakfellt í slíku máli. vísir/gva „Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Það að kynferðisbrot sé fellt niður þýðir ekki að það liggi eitthvað fyrir um að kærandi hafi verið að ljúga,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Hæstiréttur hefur hingað til aldrei staðfest dóm um rangar sakargiftir yfir konu sem áður hefur kært kæranda fyrir kynferðisbrot. Þann 29. október síðastliðinn sýknaði Hæstiréttur konu af röngum sakargiftum en hún hafði verið dæmd fyrir héraðsdómi. Íslensk kona var í júní sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að saka átta manns um kynferðisbrot, þar á meðal þrjú sem ekki voru í samkvæminu þar sem brotið á að hafa átt sér stað í. Meðal annars sagði hún mann hafa stungið fingri í endaþarm hennar og annan hafa sprautað hana með sprautunál í andlit og leggöng.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknarivísir/valliÍ dómi kemur fram að minningar úr samkvæminu hafi rifjast smátt og smátt upp fyrir henni dagana eftir ætlað brot. Geðlæknar voru kallaðir til sem staðfestu að þetta væri upplifun konunnar þó „síðan komi til aðrir hlutir sem ótrúlegt sé að hafi gerst og missi sagan þá fótanna“. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Árið 2014 barst 31 kæra um rangar sakargiftir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þær geta verið margvíslegar og snúa ekki allar að kynferðisbrotum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur hefur skorað á þingmenn að setja lög sem banni kærur um rangar sakargiftir fyrr en kynferðisbrotamál hefur verið til lykta leitt í kerfinu. Hún segir á Facebook-síðu sinni að starfandi lögmenn hafi bent á að kærur um rangar sakargiftir séu augljós tilraun til að afvegaleiða rannsókn kynferðisbrotamála og draga úr þrótti brotaþola.Tölurnar sýna að það er ólíklegt að slík kæra nái fram að ganga. Einungis sjö dóma er að finna á internetinu þar sem reynt hefur á hvort kærandi kynferðisbrots hafi logið til um brotið. Og Hæstiréttur hefur hingað til ekki sakfellt nema ákærði játi á sig lygarnar. „Oft á tíðum eru bara tveir til frásagnar. Ef við metum sem svo að það liggi ekki fyrir nægilega sterk sönnunargögn í kynferðisbroti þá er oft um sömu erfiðleika að etja varðandi sönnun um rangar sakargiftir,“ segir Kolbrún. Hún áréttar að þegar mál eru felld niður hjá ríkissaksóknara sé embættið ekki að slá neinu föstu um hvort kærandi sé að ljúga, eða segja satt.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira