
Er fækkun námsmanna erlendis hluti af stefnu íslenskra stjórnvalda?
Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út.
Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi.
Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda.
Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því.
Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis?
Skoðun

Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors
Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar

Villuljós í varnarstarfi
Gunnar Pálsson skrifar

Opið bréf til Loga Einarssonar
Jón Ingi Bergsteinsson skrifar

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Sjórinn sækir fram
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi!
Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar

Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum
Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu
Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga
Snorri Þór Sigurðsson skrifar

Þegar lífið snýst á hvolf
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

StrákaKraftur og Mottumars!
Viktoría Jensdóttir skrifar

Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Það skiptir öllu máli að kjósa
Flosi Eiríksson skrifar

Cześć Polskiej części VR
Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar

Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Grásleppan úr kvóta!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll?
Styrmir Hallsson skrifar

Eflum málumhverfi barna
Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar

Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni
Andri Hauksteinn Oddsson skrifar

Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Björn til rektors
Benedikt Hjartarson skrifar

Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler
Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar

Yfir til ykkar, VR-ingar!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands!
Geir Sigurðsson skrifar

Af hverju kílómetragjald?
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur
Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar

Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú?
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar

Flosa til formennsku í VR
Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar