Innlent

Sameining ríkisbanka útilokuð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka útilokaða í ljósi samþjöppunar á bankamarkaði.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Stöðvar 2 um breytingar á stöðuleikaframlagi sem slitabú Glitnis greiðir ríkissjóði í tengslum við gerð nauðasamnings og undanþágu frá gjaldeyrishöftum.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, ræðir við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem segir samþjöppun á bankamarkaði þegar vera of mikla og að hún hafi aukist eftir hrun.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×