Kalla eftir ábyrgð Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun