Sæmundur fróði og baráttan við Kölska Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 19:10 Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira