Mikill vatnsleki í Egilshöll: „Við gripum bara allt tiltækt, bala, bjórfötur og tuskur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2015 20:30 Mikið tjón varð þegar um þúsund fermetra þakdúkur Egilshallarinnar rifnaði upp í óveðrinu í gær. Vatn flæddi inn í húsið og stóðu starfsmenn í ströngu við að bjarga verðmætum. Iðnaðarmenn hafa í allan dag unnið að því að laga þak Egilshallarinnar en stór hluti af þakdúknum rifnaði upp þegar veðurofsinn gekk yfir landið í gær. „Um átta leytið þá rifnaði hérna af um 40% af þakinu,“ segir Páll Bjarnason sviðstjóri fasteignaumsýslu Regins. Páll segir blásara einnig hafa fokið af þakinu og nokkra hættu hafa skapast. „Sem betur fer þá gerðist þetta snemma morguns og fáir á ferli. Í framhaldi þá reyndum við að tryggja öryggi og tæmdum hérna bílastæði, “ segir Páll. Þá lokaði lögreglan nærliggjandi vegum. Upp úr klukkan tvö í gær komust svo menn upp á þakið og var þá reynt að setja plast yfir. Síðdegis fór að rigna og þá tók vatn að leka inn í húsið. Starfsfólk stóð þá í ströngu við að bjarga verðmætum innandyra. „Þetta var hérna svona hressilega innisturta. Það er eiginlega besta orðið. Það fór bara að leka af krafti og hérna mikil læti í veðrinu. Við gripum bara allt tiltækt, bala, bjórfötur og tuskur og sloppa og svona gerðum það sem við gátum en þetta fór betur en á horfðist samt," segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Mikið tjón varð þegar um þúsund fermetra þakdúkur Egilshallarinnar rifnaði upp í óveðrinu í gær. Vatn flæddi inn í húsið og stóðu starfsmenn í ströngu við að bjarga verðmætum. Iðnaðarmenn hafa í allan dag unnið að því að laga þak Egilshallarinnar en stór hluti af þakdúknum rifnaði upp þegar veðurofsinn gekk yfir landið í gær. „Um átta leytið þá rifnaði hérna af um 40% af þakinu,“ segir Páll Bjarnason sviðstjóri fasteignaumsýslu Regins. Páll segir blásara einnig hafa fokið af þakinu og nokkra hættu hafa skapast. „Sem betur fer þá gerðist þetta snemma morguns og fáir á ferli. Í framhaldi þá reyndum við að tryggja öryggi og tæmdum hérna bílastæði, “ segir Páll. Þá lokaði lögreglan nærliggjandi vegum. Upp úr klukkan tvö í gær komust svo menn upp á þakið og var þá reynt að setja plast yfir. Síðdegis fór að rigna og þá tók vatn að leka inn í húsið. Starfsfólk stóð þá í ströngu við að bjarga verðmætum innandyra. „Þetta var hérna svona hressilega innisturta. Það er eiginlega besta orðið. Það fór bara að leka af krafti og hérna mikil læti í veðrinu. Við gripum bara allt tiltækt, bala, bjórfötur og tuskur og sloppa og svona gerðum það sem við gátum en þetta fór betur en á horfðist samt," segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Keiluhallarinnar í Egilshöll.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sjá meira