Lífið

Eurovision: Sjáðu Svíana táknmálstúlka lögin í Melodifestivalen

Atli Ísleifsson skrifar
Tálknmálstúlkurinn Tommy Krångh vakti mikla athygli fyrir túlkun sína á lögunum í keppninni.
Tálknmálstúlkurinn Tommy Krångh vakti mikla athygli fyrir túlkun sína á lögunum í keppninni.
Sænska ríkissjónvarpið bauð heyrnarskertum einstaklingum upp á táknmálstúlkun á úrslitakvöldi sænsku söngvakeppninnar á einni af hliðarráðum sínum í gærkvöldi.

Framtak sænska ríkissjónvarpsins vakti mikla athygli og voru margir á samfélagsmiðlum sem hylltu tálkmálstúlkana fyrir flutning sinn á lögunum.

Sérstaka athygli vakti táknmálstúlkurinn Tommy Krångh sem gaf sig allan í verkið og kom tilfinningum flytjanda vel til skila.

Sjá má sigurlagið „Heroes“ í flutningi Måns Zelmerlöw og Krångh að neðan en í fullum gæðum á vef sænska ríkissjónvarpsins hér.

Hér má sjá flutning Krångh á Jag är fri (Manne Leam Frijje), lagi samíska söngvarans Jon Henrik Fjällgren sem lenti í öðru sæti.

Hér má svo sjá alla útsendingu keppninnar með táknmálstúlkun, en hér má sjá hvert framlag fyrir sig.

Krångh túlkar lag samíska söngvarans Jon Henrik Fjällgren.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.