Sport

Ásdís atkvæðamikil í Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásdís ánægð með köstin.
Ásdís ánægð með köstin. vísir/fésbókarsíða Ásdísar
Ásdís Hjálmsdóttir, kastari, vann bæði kringlukast og kúluvarp á svissneska meistaramótinu, en Ásdís er þar sem gestur. Ásdís kastaði í fyrsta skipti yfir fimmtán metrana í kúluvarpi.

Ásdís kastaði 47,17 í kringlunni og vann hún keppnina þrátt fyrir að hafa ekki verið að kasta neitt sérstaklega vel að hennar mati.

Í kúluvarpinu tók hún forystuna í þriðju umferð með kasti uppá 14,74 metra. Í fimmtu umferðinni gerði hún enn betur og kastaði í fyrsta skipti yfir fimmtán metrana - kast uppá 15,45 metra.

Í síðustu umferðinni var Ásdís ekki hætt og kastaði aftur yfir fimmtán metrana. Þá kastaði hún 15,68 metra sem er það lengsta sem hún hefur kastað - en það var bæting um rúman meter sem hún átti best fyrir mótið.

What a day, what a weekend, what an incredible competition! After not really being awake in the discus this morning but...

Posted by Ásdís Hjálmsdóttir on Saturday, 8 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×