Dýralæknir um mál selkópsins í Laugardal: „Fólk að rugla saman húsdýrum og villtum dýrum“ Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2015 13:30 Líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi segist sjálf löngu hætt að heimsækja Húsdýragarðinn. Vísir/Andri Marinó/Ernir „Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það eru margir sem rugla saman húsdýrum og villtum dýrum og tala eins og það sé sami hluturinn,“ segir líffræðingurinn og dýralæknirinn Sif Traustadóttir Rossi í samtali við Vísi um mál selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum á dögunum og var síðar slátrað. Undanfarna daga hafa fjölmargir gagnrýnt ákvörðunina að slátra kópnum og nota í refafóður. Selkópurinn slapp aðfaranótt mánudags og fannst síðar á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Sif segir að í allri þessari umræðu megi hins vegar ekki gleyma því að selir eru ekki húsdýr. Í færslu á Facebook segist Sif vel skilja að fólk sé hneykslað og vilji ekki fara í Húsdýragarðinn. Sjálf hafi hún hætt því fyrir löngu. „Fyrir þá sem borða kjöt er eðlilegt að húsdýrum sé slátrað á haustin og það má alveg reikna með því að mörg dýrin í Húsdýragarðinum hafi það miklu, miklu betra en dýr sem fæðast á sveitabæ. Til dæmis er líf flestra kjúklinga og grísa ömurlegt á þeim búum þar sem þau eru alin, höfð í rosalegum þrengslum, ólykt og gjörsneytt afþreyingu og fá aldrei að sjá dagsljósið nema daginn sem sláturbíllinn kemur til að taka þau. Selir eru hins vegar ekki húsdýr. Selir eru villt dýr og þeim er haldið föngnum í Húsdýragarðinum í laug sem er alltof lítil og uppfyllir á engan hátt þarfir þeirra, hvorki þeirra dýra sem eru þarna allt árið, svo ekki sé talað um að afkvæmin bætist við. Það er engin þörf á því að bæta árlega við selkópum til þess eins að drepa þá og nota í refafóður. Eitt af yfirlýstum markmiðum Húsdýragarðsins er "Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd". Þessi aðstaða selanna er að mínu mati í andstöðu við þetta markmið. Þetta er ekki það sem dýragarðar gera venjulega. Dýragarðar snúast ekki bara um það að framleiða krúttlegt ungviði fyrir fólk að glápa á í nokkra mánuði og drepa það svo. Það má hins vegar setja stórt spurningamerki við tilgang og siðferði dýragarða yfir höfuð, þar sem flestir þeirra ná ekki að sjá dýrunum fyrir almennilegri aðstöðu nema að mjög litlu leyti og flest dýrin sem þar eru höfð þjást verulega vegna þess að aðstaðan er svo ólík því sem þau þurfa sem tegund. Þótt eitthvað dýr sé fætt í dýragarði verður það ekki sjálfkrafa að tuskudúkku sem hefur engar þarfir,“ segir í færslu Sifjar.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31
Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum fer í refafóður. 4. ágúst 2015 16:15