Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Orri Vésteinsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun