Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Orri Vésteinsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar