LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 07:15 LeBron James reynir sigurskot með Iguodala á móti sér. vísir/getty Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum: NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum:
NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira