Innlent

Fjöldi gatna lokaður í miðbænum vegna viðburða á laugardag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Leiðir sem verða lokaaðar vegna KexReiðar.
Leiðir sem verða lokaaðar vegna KexReiðar. mynd/já
Fjöldi gatna í miðbæ Reykjavíkur verður lokaður á laugardag vegna viðburðanna The Color Run og KexReið sem fram fara þann daginn.

Nokkrar götur í Skuggahverfinu verða lokaðar milli 14-18. Hverfisgata verður lokuð til vesturs og umferð inn á hana í suðurátt verður ekki leyfileg. Einnig er umferð bönnuð inn á Skúlagötu og bannað verður að aka Ingólfsgötu í norðurátt. 

Bílastæði verða einnig lokuð. Ekki verður hægt að nota bílastæði við Barónsstíg 4, Hverfisgötu 33, við Þjóðleikhúsið, Traðarkotssund, Lindargötu 1-3 og Sölvhólsgötu 4 eða við Seðlabanka Íslands. Hið sama gildir um stæði við Ingólfsstræti meðfram Arnarhóli, Skúlagötu 3, við Procar bílaleiguna á Skúlagötu, stæðin við Aktu Taktu eða Skúlagötu 17.

Í fyrradag var hlaupaleiðin fyrir The Color Run opinberuð og lokanir sem henni fylgja. Eftirtaldar götur verða lokaðar milli 10 og 14 vegna The Color Run: Skothúsvegur á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu, Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur, Lækjargata, Kalkofnsvegur fyrir framan Hörpu til austurs á milli gatnamótanna við Lækjargötu og Faxagötu, Faxagata á milli Sæbrautar og Skúlagötu, Skúlagata á milli Ingólfsstætis og Faxagötu, Bjarkargata, Suðurgata á milli Skothúsvegs og Vonarstrætis, Vonarstræti á milli Suðurgötu og Tjarnargötu, Tjarnargata á milli Vonarstrætis og Skothúsvegs. Athugið að Kalkofnsvegur verður opin til vesturs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×