Netanyahu gagnrýnir viðræður Bandaríkjanna við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2015 16:44 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA „Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
„Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira