Handbolti

Eyjapeyjarnir aðeins of miklir vinir í þjóðsöngnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pungur, pungur, pungur.
Pungur, pungur, pungur. mynd/skjáskot
Í gær fóru fram bikarúrslitaleikir yngri flokka í handboltanum og áttust meðal annars við Valsmenn og Eyjamenn í 3. flokki karla.

Eyjapeyjarnir brydduðu upp á nýjung þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður og héldu um pung hvors annars á meðan Lofsöngur ómaði.

Fram kemur á vef RÚV að Stefán Árnason, þjálfari liðsins, hafi ekki vitað af uppátæki strákanna. Hugmyndin hafi fæðst skömmu fyrir leik.

Þessi mikla vinátta skilaði ekki miklu nema góðum myndum fyrir Eyjamenn því Valur vann leikinn, 32-22.

Hér má sjá myndbandið á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×