Þrjú og hálft ár í fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2015 10:34 Maðurinn braut í tvígang gegn stúlkunni í íbúð hans í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“