Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2015 12:00 Hreyfing hefur góð áhrif á lífsgæði ungs fólks með geðklofa. Vísir/Andri Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kristjana Ósk Sturludóttir íþróttafræðingur greindi fyrir nokkrum árum markverðar breytingar á líðan og heilsu skjólstæðinga sinna á Laugarási, meðferðargeðdeild sem heyrir undir geðsvið Landspítala. „Líkamsræktarstöð World Class, Laugum, gaf öllum sjúklingum okkar frítt líkamsræktarkort. Við sáum glöggt að lyfjanotkun minnkaði og þá helst notkun svefn -og kvíðalyfja, þá batnaði líðan þeirra til muna. Mér fannst nauðsynlegt að mæla áhrifin með rannsókn en lítið er til af rannsóknum á þessu sviði.“ segir Kristjana og segir niðurstöðurnar geta nýst við skipulagningu úrræða sem tengjast hreyfingu, vakið athygli á mikilvægi hennar í bættri heilsu og í bataferli einstaklinga með langvinna geðsjúkdóma. Rannsókn Kristjönu tiltók áhrif hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki. Þátttakendur voru ungt fólk, á aldrinum 18-30 ára, með geðklofa. Niðurstaðan varð sú að regluleg þjálfun dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa, streita og kvíði minnkuðu og geðheilsa batnaði til muna. „Ég gerði 20 vikna íhlutunarrannsókn og ungt fólk með geðklofa hreyfði sig á skipulagðan máta, þrisvar í viku. Sumir vildu bara vera í göngu og útvist, aðrir kusu að vera í líkamsrækt og enn aðrir vildu blanda þessu saman. Flestir byrjuðu rólega en juku við hreyfinguna með tímanum. Þau hreyfðu sig að minnsta kosti þrisvar í viku. Lífsgæði þeirra jukust, kvíði, streita og þunglyndi minnkuðu,“ segir Kristjana og útskýrir hversu hamlandi áhrif neikvæð einkenni sjúkdómsins hafa á líf þeirra sem glíma við sjúkdóminn. „Neikvæð einkenni fela í sér að það vantar áhuga, lífsgleði og drifkraft. Við meiri hreyfingu mældist marktæk breyting á líðan þeirra og það dró úr þessum einkennum. Þó að það hefði ekki mælst marktækur munur á jákvæðum einkennum geðklofa, sem eru til að mynda ofsjónir, Þá fannst þeim þau hafa betri stjórn á þeim einkennum en áður.“ Birting sjúkdómsins og einkenni eru breytileg og hefur þeim verið skipt í tvo flokka, jákvæð einkenni og neikvæð einkenni Jákvæð einkenni koma fram við geðrof, en það er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði ranghugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins og geta líka haft áhrif á hegðun hans. Neikvæð einkenni geðklofa eru takmarkaðar tilfinningar, fátæklegt tal, minni samskipti við vini og fjölskyldu, einangrun, sljóleiki, ósamræmi í tilfinningalegum viðbrögðum, framtaksleysi, aðgerðarleysi, sinnuleysi, skort á iðjusemi eða áhuga, innihaldslaus hegðun og marklaus hegðun.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira