Bíó og sjónvarp

Fólkið bakvið raddir Simpsons-þáttarins - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á meðan allt lék í lyndi.
Á meðan allt lék í lyndi.
Simpsons-þættirnir lifa enn góðu lífi á sjónvarpskjám víða um heim. Ekkert lát er á framleiðslu þáttanna enda var nýverið gengið frá samningum um að 28. serían af þáttunum yrði framleitt. Þrátt fyrir að þættirnir státi af ýmsu merkilegum metum er líklega það merkilegasta við þættina að aðeins 11 leikarar tala fyrir meira en 100 persónur úr þáttunum.

Bandaríska vefsíðan Vox tók saman myndband sem sjá má hér fyrir neðan þar sem farið er yfir hvaða leikarar tala fyrir hvern. Alls eru þetta ellefu leikarar sem tala fyrir 119 persónur.

Þegar Homer ræðir við pabba sinn er það í raun leikarinn Dan Castellaneta að tala við sjálfan sig. Hank Azaria talar fyrir 25 persónur og kvenleikarar þáttarins tala fyrir flest þeirra barna sem sjást í Springfield en eins og flestir vita talar leikkonan Nancy Cartwright til að mynda fyrir Bart Simpsson.


Tengdar fréttir

Mun ekki yfirgefa Simpsons

Harry Shearer sem talar fyrir fjölda karaktera í Simpsons hefur skrifað undir tveggja ára samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.