Þrestir hittu í mark og hreyfðu við fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2015 22:56 Aðstandendur myndarinnar uppi á sviði að sýningu lokinni. Vísir/KTD Lófaklappið var tiltölulega rólegt til að byrja með að lokinni forsýningu Þrasta í Háskólabíó í kvöld. Ekki vegna þess að fólk væri ósátt við kvikmyndina heldur hafði hún hreyft allsvakalega við mörgum. Mátti sjá tár á hvarmi hjá nokkrum, voru sumir aðeins eftir sig en aðrir einfaldlega ánægðir með vel heppnaða mynd. Bekkurinn var nokkuð þétt setinn á Melunum í kvöld.. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt, sem er sendur vestur á firði af móður sinni. Þar á hann að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í heil sex ár. Óhætt er að segja að Ari, sem leikinn er af Atla Óskari Fjalarssyni, upplifi margt á þeim mánuðum sem Þrestir nær yfir.Rúnar ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.Ari hittir æskuvinkonu sína Láru, sem leikin er af Rakel Björk Björnsdóttur, og eiga þau eftir að verða fyrir lífsreynslu sem hreyfir við hverjum þeim gesti sem smellir sér á myndina í bíó. Rúnar Rúnarsson leikstýrir myndinni og fer Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk drykkfellds föðurins. Myndin er að mestu skotin á Flateyri þar sem söguperónurnar búa og er tónlistin í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims Sigur Rósar. Aðstandendur myndarinnar voru klappaðir upp á svið að sýningu lokinni og héldu fjölmargir þeirra og gestir í kjölfarið á Hótel Borg til að fagna forsýningunni. Sýningin í kvöld var hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni en Þrestir hlutu verðlaun á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í síðustu viku. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011.Að neðan má sjá stiklu úr Þröstum. Einnig má sjá myndir sem Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af gestum áður en sýningin fór af stað. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Lófaklappið var tiltölulega rólegt til að byrja með að lokinni forsýningu Þrasta í Háskólabíó í kvöld. Ekki vegna þess að fólk væri ósátt við kvikmyndina heldur hafði hún hreyft allsvakalega við mörgum. Mátti sjá tár á hvarmi hjá nokkrum, voru sumir aðeins eftir sig en aðrir einfaldlega ánægðir með vel heppnaða mynd. Bekkurinn var nokkuð þétt setinn á Melunum í kvöld.. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt, sem er sendur vestur á firði af móður sinni. Þar á hann að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í heil sex ár. Óhætt er að segja að Ari, sem leikinn er af Atla Óskari Fjalarssyni, upplifi margt á þeim mánuðum sem Þrestir nær yfir.Rúnar ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.Ari hittir æskuvinkonu sína Láru, sem leikin er af Rakel Björk Björnsdóttur, og eiga þau eftir að verða fyrir lífsreynslu sem hreyfir við hverjum þeim gesti sem smellir sér á myndina í bíó. Rúnar Rúnarsson leikstýrir myndinni og fer Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk drykkfellds föðurins. Myndin er að mestu skotin á Flateyri þar sem söguperónurnar búa og er tónlistin í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims Sigur Rósar. Aðstandendur myndarinnar voru klappaðir upp á svið að sýningu lokinni og héldu fjölmargir þeirra og gestir í kjölfarið á Hótel Borg til að fagna forsýningunni. Sýningin í kvöld var hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni en Þrestir hlutu verðlaun á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í síðustu viku. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011.Að neðan má sjá stiklu úr Þröstum. Einnig má sjá myndir sem Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af gestum áður en sýningin fór af stað.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45
Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. 26. september 2015 20:31