Handbolti

Guðlaugur: Strákarnir þurfa að þroskast andlega og það hratt

Stefán Guðnason skrifar
Guðlaugur var ósáttur að leik loknum.
Guðlaugur var ósáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm
Það var þungt yfir Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, þegar blaðamaður Vísis náði loksins tali af honum eftir leik.

 

„Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með mína menn í kvöld. Ég hefði viljað sjá meiri grimmd og sjá okkur höndla aðstæðurnar betur.”

Guðlaugur var vonsvikinn yfir frammistöðu leikmanna sinna í kvöld.

„Vissulega er ég með ungt lið í höndunum, meðalaldurinn í kringum 20 ár en megin þorrinn í þessum hóp er búinn að vera að bera uppi meistaraflokkinn síðustu þrjú ár. Þessir strákar eru virkilega góðir í handbolta en þeir þurfa að þroskast andlega og það hratt til að stíga það sem skref sem þeir geta stigið og eiga að stíga.”

Guðlaugur segir að leikmenn liðsins hafi nægan tíma en Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð.

„Mótið er þó bara nýbyrjað og engin ástæða til að örvænta, við höfum verið að spila vel heilt yfir. Við erum núna búnir að eiga tvo slæma leiki í röð og það er bara hlutverk okkar sem að liðinu standa og strákanna að rífa sig upp að nýju og mæta dýrvitlausir í næsta leik og sýna okkar rétta andlit allan leikinn.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×