Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 22-25 | Valur vann toppslaginn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 1. október 2015 09:55 Sturla Ásgeirsson er markahæsti leikmaður ÍR á tímabilinu með 38 mörk. vísir/stefán Valur lagði ÍR 25-22 í 6. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Austurberginu í Breiðholti. Valur var 14-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Valur byrjaði með látum og komst í 5-2 og ÍR tók leikhlé strax á 8. mínútu. Sóknarleikur ÍR í byrjun var mjög hægur og einhæfur. Hann snérist í kringum Arnar Birki Hálfdánarson og hans einstaklingsframtak. Arnar Birkir skoraði þrjú fyrstu mörk ÍR en um leið og ÍR fór að láta boltann ganga hraðar og betur komst liðið yfir. Með bættari sóknarleik, góðri vörn og hraðaupphlaupum komst ÍR þremur mörkum yfir 9-6 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.Davíð Georgsson var í leikbanni hjá ÍR og saknaði liðið hans mikið. ÍR-ingar fundu þó leiðir til að láta boltann ganga er leið á leikinn og fyrir vikið var leikurinn spennandi allt til leiksloka. Valur náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og var eins og áður segir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valur hélt frumkvæðinu og var yfir allan seinni hálfleikinn en ÍR liðið barðist eins og ljón og komst Valur aldrei í þægilega stöðu. Það vantaði herslumuninn hjá ÍR til að jafna leikinn. Liðið gerði sig sekt um allt of mörg illa ígrunduð skot sem rekja má til þess að liðið var að flýta sér of mikið auk þess sem leikmenn töpuðu allt of mörgum boltum á lokakaflanum þegar spennan var í algleymingi. Spennustigið þvældist líka fyrir Val en með Ómar Inga Magnússon sem besta mann átti liðið auðveldara með að skapa sér hættuleg færi en Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR varði ófá dauðafærin í leiknum og sá til þess að ÍR átti möguleika í lokin. Valur er með 10 stig í sex leikjum líkt og Haukar á toppi deildarinnar en ÍR situr eftir með 8 stig. Óskar Bjarni: Tvö frábær stigÓskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var mjög ánægður með sigurinn á ÍR í kvöld enda ÍR-ingar erfiðir heim að sækja í Breiðholtið. „Þetta voru frábær tvö stig. Það er mikil orka í kringum ÍR og mikil stemning og flottir áhorfendur. Mér finnst þeir gera þetta með hjartanu og gefast aldrei upp,“ sagði Óskar Bjarni. Valur var yfir allan seinni hálfleikinn en aldrei gafst liðinu færi á að anda og njóta stöðunnar. ÍR hamaðist allan leikinn í Val eins og liðsins er von og vísa. „Við erum alltaf að ná einhverju og um leið og við slökuðum á er þetta komið í leik. Ég tek ofan fyrir þeim. „Það virðist vera stærsta hjartað hérna eins og staðan er núna og þeir fara langt á því. Það er erfitt að spila hérna og góð stemning og flottir áhorfendur. „Við náum aldrei að slíta þá frá okkur og erum klaufar oft að láta reka okkur útaf en við héldum það reyndar nokkuð vel,“ sagði Óskar Bjarni. ÍR fékk tækifæri til að minnka muninn í eitt mark manni fleiri seint í leiknum en segja má að heppnin hafi aðeins verið með Val þegar ÍR kastaði í tvígang boltanum frá sér á stuttu millibili á síðustu mínútunni. „Við vorum allt of fljótir að gera eitthvað þarna í lokin. Við létum þá stela boltanum og ég hélt að við ætluðum að gefa þeim jafntefli. „Ef við hefðum gert þetta af krafti í lokin þá hefði þriggja, fjögurra marka munurinn verið sanngjarn.“ Ómar Ingi Magnússon fór eins og svo oft fyrir liði Vals og bar það hreinlega á herðum sér seint í leiknum þegar allur leikur liðsins fór í gegnum skyttuna ungu sem ýmist skoraði sjálfur eða lék félaga sínu uppi. „Ómar er mini útgáfu af Aroni Pálmars, Óla Stef og þeim. Hann les leikinn frábærlega og svo er hann frábær varnarmaður líka. Hann er klár að vera lykilmaður. Hann á eftir að spila á miðju líka þegar Geir (Guðmundsson) kemur inn og svo tekur hann vítin. Hann þorir að klikka líka á úrslitastundu. Hann er gæða leikmaður,“ sagði Óskar Bjarni Bjarni: Of hátt spennustig orsakaði of marga tapaða bolta„Það vantaði að ná að ná þeim. Við vorum að narta í þá alveg á fullu,“ sagði Bjarni Fritzson spilandi þjálfari ÍR. „Okkar menn gáfust ekki upp en við vorum klaufar og gerðum allt of mikið af tæknifeilum. Við vorum full spenntir.“ Davíð Georgsson leikstjórnandi ÍR tók út leikbann og munaði um það hjá ÍR en Bjarni vildi ekki heyra minnst á að það vantaði breidd hjá liðinu. „Það er mikil breidd. Það vantaði fjóra, fimm leikmenn í dag þannig að það hlýtur að vera mikil breidd hjá liðinu. „Til að byrja með voru menn stressaðir að spila stöður sem þeir eru ekki vanir að spila. Það sást klárlega en þegar við hristum það af okkur vorum við góðir og óðum á þetta sem var flott,“ sagði Bjarni. ÍR var undir allan seinni hálfleikinn en Bjarni skilur ekki tal um að það sé erfiðara að elta en að halda forystu. „Við erum bara klaufar. Leikurinn er alveg eins hvort sem maður er aðeins yfir eða aðeins undir. Hann er álíka hraður. „Ég fatta ekki tal um að þetta sé erfiðara þó maður sé aðeins undir. Maður er að berjast og gefa allt í þetta hvort sem maður er yfir eða undir. Við gáfum allt í þetta en of hátt spennustig orsakaði of mikið af töpuðum boltum sem orsakaði þetta tap. „Æsingurinn var full mikill. Við tókum ekki góðar ákvarðanir hér í lokin en ég kýs alltaf að leikmennirnir mínir gefi allt í þetta og ef þeir gefa aðeins of mikið þá er það betra en hitt,“ sagði Bjarni. Allir sex leikir ÍR til þessa í mótinu hafa verið jafnir og spennandi og fá áhorfendur í Austurberginu jafnan mikið fyrir peninginn því fyrir utan spennuna leikur ÍR hraðan og skemmtilegan handbolta á löngum köflum. „Það er skemmtilegast að vera hérna í Berginu. Við spilum alltaf alveg á fullu og trúum því að við getum unnið alla og vöðum í hvern einasta leik til að vinna. „Það er alveg ljóst að hver einasti leikur er hörku leikur fyrir okkur. Hver einasti leikur getur farið hvernig sem er og kannski eðlilegt að þeir séu jafnir,“ sagði Bjarni. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Valur lagði ÍR 25-22 í 6. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Austurberginu í Breiðholti. Valur var 14-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Valur byrjaði með látum og komst í 5-2 og ÍR tók leikhlé strax á 8. mínútu. Sóknarleikur ÍR í byrjun var mjög hægur og einhæfur. Hann snérist í kringum Arnar Birki Hálfdánarson og hans einstaklingsframtak. Arnar Birkir skoraði þrjú fyrstu mörk ÍR en um leið og ÍR fór að láta boltann ganga hraðar og betur komst liðið yfir. Með bættari sóknarleik, góðri vörn og hraðaupphlaupum komst ÍR þremur mörkum yfir 9-6 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.Davíð Georgsson var í leikbanni hjá ÍR og saknaði liðið hans mikið. ÍR-ingar fundu þó leiðir til að láta boltann ganga er leið á leikinn og fyrir vikið var leikurinn spennandi allt til leiksloka. Valur náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og var eins og áður segir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valur hélt frumkvæðinu og var yfir allan seinni hálfleikinn en ÍR liðið barðist eins og ljón og komst Valur aldrei í þægilega stöðu. Það vantaði herslumuninn hjá ÍR til að jafna leikinn. Liðið gerði sig sekt um allt of mörg illa ígrunduð skot sem rekja má til þess að liðið var að flýta sér of mikið auk þess sem leikmenn töpuðu allt of mörgum boltum á lokakaflanum þegar spennan var í algleymingi. Spennustigið þvældist líka fyrir Val en með Ómar Inga Magnússon sem besta mann átti liðið auðveldara með að skapa sér hættuleg færi en Arnór Freyr Stefánsson markvörður ÍR varði ófá dauðafærin í leiknum og sá til þess að ÍR átti möguleika í lokin. Valur er með 10 stig í sex leikjum líkt og Haukar á toppi deildarinnar en ÍR situr eftir með 8 stig. Óskar Bjarni: Tvö frábær stigÓskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var mjög ánægður með sigurinn á ÍR í kvöld enda ÍR-ingar erfiðir heim að sækja í Breiðholtið. „Þetta voru frábær tvö stig. Það er mikil orka í kringum ÍR og mikil stemning og flottir áhorfendur. Mér finnst þeir gera þetta með hjartanu og gefast aldrei upp,“ sagði Óskar Bjarni. Valur var yfir allan seinni hálfleikinn en aldrei gafst liðinu færi á að anda og njóta stöðunnar. ÍR hamaðist allan leikinn í Val eins og liðsins er von og vísa. „Við erum alltaf að ná einhverju og um leið og við slökuðum á er þetta komið í leik. Ég tek ofan fyrir þeim. „Það virðist vera stærsta hjartað hérna eins og staðan er núna og þeir fara langt á því. Það er erfitt að spila hérna og góð stemning og flottir áhorfendur. „Við náum aldrei að slíta þá frá okkur og erum klaufar oft að láta reka okkur útaf en við héldum það reyndar nokkuð vel,“ sagði Óskar Bjarni. ÍR fékk tækifæri til að minnka muninn í eitt mark manni fleiri seint í leiknum en segja má að heppnin hafi aðeins verið með Val þegar ÍR kastaði í tvígang boltanum frá sér á stuttu millibili á síðustu mínútunni. „Við vorum allt of fljótir að gera eitthvað þarna í lokin. Við létum þá stela boltanum og ég hélt að við ætluðum að gefa þeim jafntefli. „Ef við hefðum gert þetta af krafti í lokin þá hefði þriggja, fjögurra marka munurinn verið sanngjarn.“ Ómar Ingi Magnússon fór eins og svo oft fyrir liði Vals og bar það hreinlega á herðum sér seint í leiknum þegar allur leikur liðsins fór í gegnum skyttuna ungu sem ýmist skoraði sjálfur eða lék félaga sínu uppi. „Ómar er mini útgáfu af Aroni Pálmars, Óla Stef og þeim. Hann les leikinn frábærlega og svo er hann frábær varnarmaður líka. Hann er klár að vera lykilmaður. Hann á eftir að spila á miðju líka þegar Geir (Guðmundsson) kemur inn og svo tekur hann vítin. Hann þorir að klikka líka á úrslitastundu. Hann er gæða leikmaður,“ sagði Óskar Bjarni Bjarni: Of hátt spennustig orsakaði of marga tapaða bolta„Það vantaði að ná að ná þeim. Við vorum að narta í þá alveg á fullu,“ sagði Bjarni Fritzson spilandi þjálfari ÍR. „Okkar menn gáfust ekki upp en við vorum klaufar og gerðum allt of mikið af tæknifeilum. Við vorum full spenntir.“ Davíð Georgsson leikstjórnandi ÍR tók út leikbann og munaði um það hjá ÍR en Bjarni vildi ekki heyra minnst á að það vantaði breidd hjá liðinu. „Það er mikil breidd. Það vantaði fjóra, fimm leikmenn í dag þannig að það hlýtur að vera mikil breidd hjá liðinu. „Til að byrja með voru menn stressaðir að spila stöður sem þeir eru ekki vanir að spila. Það sást klárlega en þegar við hristum það af okkur vorum við góðir og óðum á þetta sem var flott,“ sagði Bjarni. ÍR var undir allan seinni hálfleikinn en Bjarni skilur ekki tal um að það sé erfiðara að elta en að halda forystu. „Við erum bara klaufar. Leikurinn er alveg eins hvort sem maður er aðeins yfir eða aðeins undir. Hann er álíka hraður. „Ég fatta ekki tal um að þetta sé erfiðara þó maður sé aðeins undir. Maður er að berjast og gefa allt í þetta hvort sem maður er yfir eða undir. Við gáfum allt í þetta en of hátt spennustig orsakaði of mikið af töpuðum boltum sem orsakaði þetta tap. „Æsingurinn var full mikill. Við tókum ekki góðar ákvarðanir hér í lokin en ég kýs alltaf að leikmennirnir mínir gefi allt í þetta og ef þeir gefa aðeins of mikið þá er það betra en hitt,“ sagði Bjarni. Allir sex leikir ÍR til þessa í mótinu hafa verið jafnir og spennandi og fá áhorfendur í Austurberginu jafnan mikið fyrir peninginn því fyrir utan spennuna leikur ÍR hraðan og skemmtilegan handbolta á löngum köflum. „Það er skemmtilegast að vera hérna í Berginu. Við spilum alltaf alveg á fullu og trúum því að við getum unnið alla og vöðum í hvern einasta leik til að vinna. „Það er alveg ljóst að hver einasti leikur er hörku leikur fyrir okkur. Hver einasti leikur getur farið hvernig sem er og kannski eðlilegt að þeir séu jafnir,“ sagði Bjarni.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira