Handbolti

ÍR verður án lykilmanns í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davíð er mikilvægur hlekkur í liði ÍR.
Davíð er mikilvægur hlekkur í liði ÍR. vísir/vilhelm
ÍR verður án Davíðs Georgssonar þegar liðið tekur á móti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Davíð var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ en hann fékk útilokum með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar framkomu á síðustu mínútu í leik ÍBV og ÍR á mánudaginn.

ÍR-ingar töpuðu leiknum með einu marki, 32-31, en þetta var fyrsta tap Breiðhyltinga í deildinni í ár. Þeir eru með átta stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, líkt og Valsmenn, mótherjar kvöldsins.

Davíð hefur skorað 16 mörk í fimm leikjum fyrir ÍR í vetur.


Tengdar fréttir

Einar: Þessi dómur var út í hött

Þjálfari ÍR var afar ósáttur með dómarapar leiksins í leik ÍBV og ÍR í kvöld en dæmdur var ruðningur á leikmenn ÍR í lokasókn liðsins. Leikmönnum ÍBV tókst að komast í sókn og skora sigurmarki fjórum sekúndum fyrir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×