Hið meinta samviskufrelsi Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 1. október 2015 07:00 Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skilningur okkar og sannfæring byggð á upplýstri samvisku, að kirkjan geti aldrei meinað tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar uppfylli þeir lögformleg skilyrði þess að ganga í hjúskap. Því miður er það svo að í röðum presta Þjóðkirkjunnar er fámennur hópur sem telur að með svokölluðu samviskufrelsi hafi þeir vald sem er meira og stærra en kærleikur Krists og geti þannig neitað fólki um þjónustu. Sami fámenni hópur ætlar líka að ógilda þá stöðu að prestar sem eru í þjónustu Þjóðkirkjunnar eru embættismenn og samkvæmt lögum geta þeir því ekki meinað fólki um þjónustu. Annað gilti væru prestar ekki embættismenn heldur starfsmenn hóps sem hefði sameinast um sinn skilning á lífi og tilveru. Það er kannski löngun þessara svokölluðu samviskufrjálsu að búa til slíkan sértrúarhóp? Sá hópur yrði aldrei Þjóðkirkja heldur afar fámennur sértrúarhópur þar sem sumir væru blessaðir og aðrir væru það ekki því þeir uppfylla ekki skilyrðin um kærleikann. Það er dapurlegt ef nú á að fara að búa til eitthvert sérfrelsi til að skilyrða kærleiksboðskap Krists. Og fordæma og hafna fólki á grundvelli svokallaðs samviskufrelsis. Leiðtogi okkar Kristur þurfti að kljást við prestastétt síns tíma. Samviskufrelsi þeirra réðst á hann sem persónu, á boðskap hans um kærleika og jafna stöðu alls fólks. Samviskufrelsi þeirra hafði það að markmiði að einangra fólk, fá fólk til að efast um sjálft sig og stöðu sína. Þeir sögðust allir meina vel, þrælbundnir af frjálsri samvisku sinni. Orðið embætti er dregið af orðinu ambátt sem þýðir þjónusta við alla. Það er dapurlegt ef Þjóðkirkjan leyfir starfsfólki sínu að blessa suma en aðra ekki. Það er mikilvægt að hún tali afdráttarlaust og það verði lokaorðin í þessu máli: Prestar hafa ekki leyfi til að meina fólki um hjúskap uppfylli það lögformleg skilyrði. Það væri dapurlegt ef það færi þannig að prestar misstu vígsluvald sitt. Enn og aftur er það fámennur hópur sem ætlar að ógna samfylgd þjóðarinnar og kirkjunnar. Þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn í þessu máli. Samviskufrelsi þjóðarinnar hefur fyrir löngu afgreitt fordóma gegn kynhneigð fólks sem úrelta og meiðandi. Blessunin á að vera fyrir alla.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun