Minnast Farkhunda í Ráðhúsi Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2015 22:26 Frá minningarathöfn um Farkhunda í Kabúl í gær. Vísir/Getty Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér. Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Minningarstund verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16 á morgun, sunnudaginn 29. mars, til að minnast Farkhunda, 27 ára gamals kennaranema, sem var myrt af stórum hópi manna í Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. Aðstandendur minningarathafnarinnar hvetja gesti til að taka með sér útprentaðar myndir af Farkhunda en í fréttatilkynningu um minningarstundina segir:Morðið á Farkhundu er rekið til þess að múlla nokkur laug því upp á hana að hún hafi brennt Kóraninn. Múllann laug þessu vegna þess að Farkhunda, sem nam trúarleg fræði í íslömskum skóla, hafði ásakað hann um að brjóta lög íslam með því að selja lítil bréfsnifsi með trúarlegum textum ("tawiz") undir þeim formerkjum að textarnir væru kraftmiklir galdraseiðir. Hópur manna safnaðist í kringum Farkhundu við hróp múllans og barði hana til dauða með spýtum og steinum, drógu síðan lík hennar að árbakka, brenndu það og hentu síðar í Kabúl-ána.Morðið á Farkhundu hefur vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkhundu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafnaði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa einnig verið farnar víðs vegar annars staðar í heiminum undir yfirskriftinni Justice for Farkhunda.Notendur Facebook og Twitter hafa birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerkinu #JusticeForFarkhunda.Minningarathöfnin í Ráðhúsinu er liður í þessari alþjóðlegu hreyfingu. Þar mun Fatima Hussaini lesa ljóð til minningar Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun einnig segja nokkur orð. Undirskriftarlisti verður á staðnum sem gestir geta undirritað til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Einnig er ætlunin að fleyta kertum í minningu Farkhundu í lok athafnarinnar, skipuleggjendur munu koma með kerti en gestir mega gjarnan taka kerti með sér.Skipuleggjendur vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á morgun til þess að minnast Farkhundu og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Þá er fólki bent á Facebook-síðu viðburðarins sem má nálgast hér.
Tengdar fréttir Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50 Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt. 24. mars 2015 13:50
Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Afganskar konur á Íslandi efndu til friðarstundar í gær vegna morðsins á Farkhunda. 25. mars 2015 07:30