Erlent

Tafir og árásir við kjörstaði í Nígeríu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Röð við kjörstað í Nígeríu í dag.
Röð við kjörstað í Nígeríu í dag. Vísir/Getty
Kjörstaðir verða áfram opnir í nokkrum landshlutum Nígeríu á morgun, sunnudag, vegna tafa og árása við kjörstaði í dag. Meira en 20 manns voru myrtir af óþekktum árásarmönnum.

Tafir urðu ekki víða, að því er fram kemur á vef BBC, en tæknilegir örðugleikar hægðu á kosningunum og lenti meðal annars forseti landsins, Goodluck Jonathan, í vandræðum.

Kosningarnar eru einar þær mest spennandi í landinu frá því lýðveldi var stofnað árið 1963.

Þeim var frestað um sex vikur til að gefa Nígeríuher færi á að endurheimta landsvæði sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram höfðu komist yfir.

Núverandi forseti, Jonathan, er í framboði auk Muhammadu Buhari. Jonathan er kristinn maður úr suðurhluta landsins, en Buhari múslími úr norðurhluta landsins.

Jonathan tók við embætti forseta Nígeríu árið 2010 og hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa mistekist að stöðva framgang Boko Haram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×