Wu-Tang Clan á leiðinni til Íslands í júní Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. mars 2015 10:49 Wu-Tang á tónleikum. Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira