Hingað til lands er væntanleg franska leikkonan Emmanuelle Riva, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Amour árið 2013. Hún mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Þá og þegar, elskan.

Leikstjóri myndarinnar er Kristín Jóhannesdóttir, sem gerði Svo á jörðu, sem á himni. „Það er langt síðan Kristín gerði mynd, svo þetta verður spennandi. Með þeim í myndinni verður einnig leikmyndahönnuðurinn Laszlo Rajk sem er algjör stjarna í kvikmyndaheiminum.“
Myndin, sem verður meðal annars á íslensku og frönsku, verður tekin upp í haust og er Riva væntanleg til landsins í október.