Enginn einhugur um takmörkun umferðar í miðborg Reykjavíkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira