Horfðist í augu við dauðann Telma Tómasson skrifar 28. nóvember 2015 10:00 Arnar Már Ólafsson Fréttablaðið/Ernir Ótrúlegt er til þess að hugsa að granni maðurinn sem situr á Kaffi Vest og spjallar við blaðamann á hryssingslegum haustdegi hafi horfst í augu við dauðann fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum. Arnar Már ber sig vel fyrir þann sem ekki þekkir hann, kemur gangandi inn að því er virðist hnarreistur, segir sögu sína og er léttur í lund. En þegar nánar er að gáð er göngulag Arnars Más ögn skekkt, hann ekur líkamanum til, til þess að koma sér í þægilega stöðu í stólnum og í augum hans má sjá sársauka og minningar sem mun taka langan tíma að vinna úr. Arnar Már horfir í kringum sig á kaffihúsinu og rifjar upp æskuárin, en í þessu sama húsi var lengst af rekið apótek þar sem móðir hans starfaði. „Hér er ég nánast alinn upp, við krakkarnir komum oft við hérna og fengum þá gjarnan apótekaralakkrís,“ segir hann og brosir með sjálfum sér. Hann segist kunna vel við sig á þessum slóðum enda sé hann hreinræktaður Vesturbæingur, sem gengið hafi í Melaskóla, Hagaskóla og orðið stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Síðan fór ég í háskólanám í ferðamálafræðum í Frakklandi, en var einnig um skeið í Hollandi og Þýskalandi. Eftir búsetu erlendis flutti ég heim og stofnaði fyrirtækið Íslenska upplýsingafélagið en varð skömmu síðar lektor í ferðamálafræðum í Háskólanum á Akureyri.“ Eftir sex ára veru fyrir norðan langaði Arnar Má í ævintýralegra líf, flutti suður og gerði útivist og fjallamennsku að lifibrauði sínu. „Næstu sex árum eyddi ég í gönguferðir, jöklaferðir og akstur með ferðamenn um allar koppagrundir, en fyrirtæki mitt, Íslandsflakkarar, sameinaðist þá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þar sem ég starfa nú sem markaðsstjóri.“ Hellti sér út í sportið Arnar Már er nýorðinn 49 ára, faðir þriggja stúlkna 7, 16 og 18 ára og er kvæntur listakonunni Steinunni Hildi Hauksdóttur. Fjölskyldan brallar margt saman, þau hjón hafa alltaf haft mikið fyrir stafni og er hestamennska þeirra sameiginlega áhugamál. Hjólreiðarnar stundar hann hins vegar á sínum eigin forsendum, en Arnar Már segist alltaf hafa verið íþróttamaður. „Á mínum yngri árum var ég fyrst og fremst badmintonleikari, en var nú aldrei meira en efnilegur,“ segir hann og hlær. „Á sumrin vantaði mig hins vegar eitthvað til að halda mér í formi og fór að fikta við að hjóla. Þetta var á árunum 1983-84 og var aðeins handfylli af strákum í hjólasportinu, engin stelpa. Ég tók þátt í nokkrum mótum og fann að þessi íþrótt hentaði mér vel, enda bæði léttur og úthaldsgóður.“ Fljótlega tók þó annað við í önnum þess tíma, nám, fjölskylda og vinna, en þarna kviknaði áhuginn. „Hjólreiðarnar blunduðu alltaf í mér, mér fannst þetta frábær íþrótt og þegar uppgangur varð í greininni síðustu misserin og WOW cyclothon hjólreiðakeppnin varð áberandi langaði mig að vera með. Þetta var svo sett á dagskrá.“Hjólreiðaslys - arnar már á gjörgæsluHjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum starfa nokkrir harðir naglar að sögn Arnars Más. „Þetta eru ódrepandi þindarlausir gaurar, margir í fantaformi. Við settum saman lið fyrir WOW keppnina í fyrrahaust og þeim sagt sem ekki áttu hjól að græja sig upp og vera klárir í slaginn með vorinu. Við stefndum að því að ná góðum árangri í keppninni, vera meðal topp tíu áhugamannaliða og lögðum gríðarlega hart að okkur á æfingum. Það voru tíu spenntir hjólarar sem lögðu upp í keppnina og við lögðum bæði hjarta og sál í að ná okkar markmiðum. Á leiðinni náðum við að hrista af okkur mörg lið, vorum úthaldsgóðir en vantaði sprettara til að klára lokakaflann og vera meðal fimm efstu. Eftir gríðarlega harða og æsispennandi keppni enduðum við nú samt í sjötta sæti, sem var magnaður sigur og árangur fyrir okkur að ná. Eftir þetta héldu mér engin bönd.“ Arnar Már er eins og svo margir aðrir dellukarl og þarna urðu hjólreiðarnar að ástríðu. „Ég bara hellti mér út í sportið, keypti alls konar græjur og æfði mikið bæði innanbæjar og fyrir utan borgarmörkin. Bíllinn fór í frí, ég hjólaði daglega til vinnu úr Hafnarfirði svokallaða Þriggja vatna leið til höfuðstöðva Íslenskra fjallaleiðsögumanna við Stórhöfða, en þá er meðal annars farið um Heiðmörk, fram hjá Vífilsstaðavatninu í gegnum Vatnsendahverfið og meðfram Elliðaánum.“ Mætti örlögum sínum Og það var einmitt á þessari leið sem Arnar Már, á fallegum haustdegi, 17. september, var að hjóla niður brekku í Vatnsendahvarfi þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Þar mætti hann örlögum sínum og lífið breyttist í einu vetfangi. Mölbrotinn og lá við köfnun Í dagbók lögreglunnar þennan dag er greint frá því að eftir alvarlegt slys á gatnamótum Vatnsendahvarfs og Ögurhvarfs sé reiðhjólamanni haldið sofandi í öndunarvél. Þeir sem ekki þekktu til gleymdu fréttinni fljótt, en fjölskylda og vinir hins slasaða voru í angist. „Ég man ekkert eftir þessum degi eða atburðinum sjálfum, en næ að púsla þessu saman eftir því sem mér er sagt og ég les í lögregluskýrslum,“ segir Arnar Már. „Dagurinn var einstaklega fallegur, dúnalogn og sól, ferskur haustilmur í lofti. Ég hafði tekið myndir á leiðinni á símann minn, sjálfsagt til að pósta á Facebook með skilaboðum um þau forréttindi að upplifa svo fallega náttúru og kyrrð á leið til vinnu. Aðeins nokkrum mínútum síðar hjóla ég niður brekku og þá verður slysið, bíll kemur úr gagnstæðri átt og beygir í veg fyrir mig, en út frá áverkum á vinstri hlið líkamans virðist ég hafa farið í kuðung til að verja mig sem mest. Hjólreiðamaður er einungis í spandexgalla og það er lítil vörn í honum, en að sjálfsögðu með hjálm á höfðinu sem kom líklega í veg fyrir frekari alvarlega áverka.“ Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda er líkamsræktarstöð þar nærri og talsverð umferð á þessum tíma dags. „Þótt minnið sé ekkert missti ég aldrei meðvitund og hljóðaði víst þannig að heyrðist til næstu byggðarlaga. Sá sem ók á mig hafði mestar áhyggjur af því að það blæddi úr vitunum á mér og ég fór á fjóra fætur til að reyna að draga andann, en annað lungað féll saman og marðist illa. Mér lá við köfnun.“ Við rannsókn komu í ljós 27 brot, öll rifbeinin vinstra megin voru tvíbrotin, rifjahylkið gekk allt til, viðbeinsbrot og þrefalt axlarbrot, tvær sprungur í mjaðmabeini, auk áverkans á lunganu og innvortis blæðinga, sem læknunum reyndist erfiðast að ná utan. „Það var hins vegar mitt lán að höfuðið var óskaddað og mænan einnig.“ Arnar Már lá á gjörgæslu í tæpan mánuð og í öndunarvél mest allan tímann. Á þriðja degi reyndu læknarnir að vekja hann en það gekk illa vegna þjáninga. „Sex dögum eftir slysið man ég fyrst eftir mér, vaknaði við píphljóð, sé konu í hvítum sloppi og andlitið á Steinunni, eiginkonu minni. Ég fór í mikið uppnám, vissi hvorki upp né niður og kastaði upp þegar Steinunn sagði mér málavöxtu. Hún hafði hins vegar undirbúið sig vel fyrir þessa stund, tókst að róa mig fljótt og ég stilltist þegar mér varð ljóst að ég gæti hreyft tær og fingur. Ég gat ekki talað á þessum tímapunkti, en langaði að öskra: Þetta getur ekki staðist! Ég fer varlega! Ég er ekki maðurinn sem lendir í hjólaslysi!“Arnar Már áttaði sig hins vegar fljótt á að hann þyrfti að sætta sig við orðinn hlut. Líf hans hékk á bláþræði í tvígang, ekki síst þegar lungnabólga skaut sér niður og læknarnir áttu í basli með að finna rétt sýklalyf. „Það er einkennileg upplifun að horfast í augu við dauðann, ég er breyttur maður eftir þetta og margir hafa haft á orði að ég sé ekki lengur sá sami. Við erum óendanlega þakklát fyrir að Lykla-Pétur var ekki viðlátinn þennan dag eða að ég hafi hreinlega verið með rangan lykil. Maður endurraðar hlutunum í kollinum á sér, forgangsröðunin verður önnur, samskiptin verða dýpri, tengslin nánari, tilfinningar sterkari. Þó ég telji mig hafa gert hlutina ágætlega fyrir slysið ætla ég að gera allt betur í framtíðinni, nú er allt meira spennandi, fjölskyldan, áhugamálin, vinnan, já lífið. Nú er það taka tvö, ég fékk annað tækifæri. Það er ótrúleg gæfa.“Hennar styrkur varð hans styrkur Á gjörgæslunni var hugur Arnars Más á mörkum hins raunverulega og óraunverulega. „Þessi tími er mjög eftirminnilegur jafnvel þótt minnið sé gloppótt. Mér voru gefin einhver ósköp af lyfjum til að stilla verki og slá á sýkingu, sem ollu svo miklum draumförum að raunveruleikinn varð allur skakkur. Í draumum mínum var ég meðal annars staddur á heilsuhælum í Japan ásamt fjölskyldu minni, eldri dæturnar áttu báðar kærasta og var önnur barnshafandi. Þetta var svo skýrt í huga mér að ég spurði Steinunni hvað dóttir okkar ætlaði að gera, eiga barnið? Hún hváði auðvitað og vissi ekkert um hvað ég var að tala,“ segir Arnar Már og hristir höfuðið yfir þessum undarlegu minningum. Verkefnið sem fjölskyldan fékk í hendurnar var risastórt og reyndi mjög á hans nánustu, en einnig vini og aðra aðstandendur, auk þess sem hjólasamfélaginu varð hverft við. Arnar Már segir nokkra þætti hafa komið sér í gegnum þennan erfiða tíma, en viðurkennir að stundum hafi hann verið við það að gefast upp. „Steinunn mín sat yfir mér vakin og sofin, hún hafði aldrei af mér augun. Hennar styrkur varð minn styrkur. Dæturnar voru mjög duglegar og samband okkar varð mjög náið. Læknateymið og hjúkrunarfólkið, sem vinnur við knappan kost var einstakt, jákvæðnin og áræðnin með ólíkindum. Í þriðja lagi var ég sjálfur í góðu formi, en það gerði læknunum kleift að einbeita sér að áverkunum, sem einfaldaði vinnu þeirra. Auk þessa helltust yfir mig heillaóskir, batakveðjur, bænir og stuðningur frá ótrúlegum fjölda fólks. Mér var ekki ljóst að ég ætti svona marga að, hver falleg hugsun þokaði mér í rétta átt.“ Eftir tæpar fjórar vikur fór loks að birta til, Arnar Már var fluttur á hjarta- og lungnadeild. „Ég var mjög lítill í mér, enn algerlega bjargarlaus. Í fyrsta sinn horfði ég í spegil og varð hverft við, enda hafði ég lést um fimmtán kíló, allur skakkur og skældur. Göngugrind og þrjá hjúkrunarfræðinga, einn með hjólastól, þurfti þegar ég stóð fyrst í fæturna en batinn varð hins vegar ótrúlega hraður. Endurhæfing á Grensásdeild er nú verkefni dagsins, en þar er mikið af fólki sem hefur ekki verið jafn lánsamt og ég eftir veikindi eða slys, ber höfuðið hátt og sýnir mikið æðruleysi og styrk. Ég mun aldrei vorkenna sjálfum mér eftir að hafa kynnst lífsbaráttunni þar. Í mínu tilfelli á þó eftir að koma í ljós hver endanlegur bati verður, hreyfigetan er enn takmörkuð. Andlega þrekið er síðan annar kapítuli, ég þarf mikinn svefn og þreytist auðveldlega. Mér er ljóst að ég verð aldrei aftur jafnheill og áður, en lít samt björtum augum fram á veginn.“ Enginn skyldi setja sig á háan hest Hraður vöxtur hefur verið í fjölda hjólreiðamanna á Ísland á mjög skömmum tíma. Til að mæta þeirri þróun hefur hjólreiðastígum verið fjölgað á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en er þó ábótavant víða. Sums staðar er gangandi og hjólandi vegfarendum ætlað að deila sama stígnum og oft kjósa hjólreiðamenn að nota göturnar, enda er það réttur þeirra. „Við erum ekki tilbúin fyrir þessa hjólreiðasprengju og stundum skapast stórhætta,“ segir Arnar Már og hefur talsverðar áhyggjur. „Uppgangur hjólsins er hluti af heilsueflingu landsmanna, kynslóðin sem ég tilheyri stundar hvers konar íþróttir og útivist og það er kúl að vera í fatnaði sem endurspeglar hreysti og heilbrigt líferni. Hjólreiðar eru góð og holl hreyfing, henta mjög breiðum hópi fólks, tengjast aukinni umhverfisvitund og þær eru komnar til að vera. Þegar eitthvað gerist svona hratt fylgir gatnakerfið ekki eftir og því eru aðstæður til hjólreiða víða erfiðar, ekki síst á veturna.“ Áberandi fatnaður, ljós og annar öryggisbúnaður á hjóli er mikilvægur til að fanga athygli bílstjóra. „Ég hef alltaf tamið mér að vera í litríkum klæðnaði og verið með blikkandi ljós að framan og aftan, samt lenti ég í þessu slysi. Svo sér maður fólk á racer-hjólum, svartklætt með öllu á mikilli ferð og það virðist engan veginn gera sér grein fyrir hættunni. Við þurfum að breyta ýmsu. Við sem þjálfum hjólreiðar þurfum að velja staði þar sem umferð er lítil, helst í útjaðri eða utan borgarmarkanna. Fara síðan hægar á stígum og þar sem umferð er mikil og aldrei mynda breiðfylkingu á götum, eins og sést stundum. Enginn skyldi síðan setja sig á háan hest, enginn á göturnar, við erum þarna saman, hjólreiðamenn og bílstjórar.“ Þá segir Arnar Már marga hjólreiðamenn vera nýja í íþróttinni, þeir átti sig oft ekki frekar en bílstjórar á hættunni sem geti skapast á sekúndubroti. „Meðan ástandið er eins og það er núna er ekki annað hægt en að höfða til skynsemi bæði bílstjóra og hjólreiðamanna. Ég biðla til ökumanna að venja sig á að horfa eftir hjólum, ekki aðeins bílum, en allir sem eru á hreyfingu á götu, hjólreiða- eða göngustíg eru hluti af umferðinni. Við þurfum að tileinka okkur tillitsemi hvert við annað. Alltaf.“Stefnir að því að hjóla á ný Andlegt og líkamlegt þrek Arnars Más mun ráða því hvers hann verður megnugur í framtíðinni. „Hestamennskan er fyrir bí og ég harma það mjög. Ég stefni hins vegar að því að hjóla á ný, en batinn og þrótturinn munu ráða því hversu öflugur ég get orðið. Ég er mjög kappsamur, en til þess að keppa og vera á racer-hjóli þarf maður að vera öruggur með sig og afslappaður. Það er ekki gefið. Sem stendur tek ég aðeins einn dag í einu, en það er enn mjög óraunverulegt að sitja með kaffibollann sinn, lesa lögregluskýrslur og fréttir um svo alvarlegt slys og gera sér grein fyrir því að það var raunverulega ég sem lenti í því. Á þessari stundu er ég því bara syngjandi sæll og glaður að vera hérna megin og fá að taka þátt í þessu yndislega lífi,“ segir Arnar Már að lokum og kveður með hlýju brosi. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Hús með sál Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson búa í tæplega 102 ára gömlu húsi í gamla vesturbænum. 28. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Sjá meira
Ótrúlegt er til þess að hugsa að granni maðurinn sem situr á Kaffi Vest og spjallar við blaðamann á hryssingslegum haustdegi hafi horfst í augu við dauðann fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum. Arnar Már ber sig vel fyrir þann sem ekki þekkir hann, kemur gangandi inn að því er virðist hnarreistur, segir sögu sína og er léttur í lund. En þegar nánar er að gáð er göngulag Arnars Más ögn skekkt, hann ekur líkamanum til, til þess að koma sér í þægilega stöðu í stólnum og í augum hans má sjá sársauka og minningar sem mun taka langan tíma að vinna úr. Arnar Már horfir í kringum sig á kaffihúsinu og rifjar upp æskuárin, en í þessu sama húsi var lengst af rekið apótek þar sem móðir hans starfaði. „Hér er ég nánast alinn upp, við krakkarnir komum oft við hérna og fengum þá gjarnan apótekaralakkrís,“ segir hann og brosir með sjálfum sér. Hann segist kunna vel við sig á þessum slóðum enda sé hann hreinræktaður Vesturbæingur, sem gengið hafi í Melaskóla, Hagaskóla og orðið stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Síðan fór ég í háskólanám í ferðamálafræðum í Frakklandi, en var einnig um skeið í Hollandi og Þýskalandi. Eftir búsetu erlendis flutti ég heim og stofnaði fyrirtækið Íslenska upplýsingafélagið en varð skömmu síðar lektor í ferðamálafræðum í Háskólanum á Akureyri.“ Eftir sex ára veru fyrir norðan langaði Arnar Má í ævintýralegra líf, flutti suður og gerði útivist og fjallamennsku að lifibrauði sínu. „Næstu sex árum eyddi ég í gönguferðir, jöklaferðir og akstur með ferðamenn um allar koppagrundir, en fyrirtæki mitt, Íslandsflakkarar, sameinaðist þá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þar sem ég starfa nú sem markaðsstjóri.“ Hellti sér út í sportið Arnar Már er nýorðinn 49 ára, faðir þriggja stúlkna 7, 16 og 18 ára og er kvæntur listakonunni Steinunni Hildi Hauksdóttur. Fjölskyldan brallar margt saman, þau hjón hafa alltaf haft mikið fyrir stafni og er hestamennska þeirra sameiginlega áhugamál. Hjólreiðarnar stundar hann hins vegar á sínum eigin forsendum, en Arnar Már segist alltaf hafa verið íþróttamaður. „Á mínum yngri árum var ég fyrst og fremst badmintonleikari, en var nú aldrei meira en efnilegur,“ segir hann og hlær. „Á sumrin vantaði mig hins vegar eitthvað til að halda mér í formi og fór að fikta við að hjóla. Þetta var á árunum 1983-84 og var aðeins handfylli af strákum í hjólasportinu, engin stelpa. Ég tók þátt í nokkrum mótum og fann að þessi íþrótt hentaði mér vel, enda bæði léttur og úthaldsgóður.“ Fljótlega tók þó annað við í önnum þess tíma, nám, fjölskylda og vinna, en þarna kviknaði áhuginn. „Hjólreiðarnar blunduðu alltaf í mér, mér fannst þetta frábær íþrótt og þegar uppgangur varð í greininni síðustu misserin og WOW cyclothon hjólreiðakeppnin varð áberandi langaði mig að vera með. Þetta var svo sett á dagskrá.“Hjólreiðaslys - arnar már á gjörgæsluHjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum starfa nokkrir harðir naglar að sögn Arnars Más. „Þetta eru ódrepandi þindarlausir gaurar, margir í fantaformi. Við settum saman lið fyrir WOW keppnina í fyrrahaust og þeim sagt sem ekki áttu hjól að græja sig upp og vera klárir í slaginn með vorinu. Við stefndum að því að ná góðum árangri í keppninni, vera meðal topp tíu áhugamannaliða og lögðum gríðarlega hart að okkur á æfingum. Það voru tíu spenntir hjólarar sem lögðu upp í keppnina og við lögðum bæði hjarta og sál í að ná okkar markmiðum. Á leiðinni náðum við að hrista af okkur mörg lið, vorum úthaldsgóðir en vantaði sprettara til að klára lokakaflann og vera meðal fimm efstu. Eftir gríðarlega harða og æsispennandi keppni enduðum við nú samt í sjötta sæti, sem var magnaður sigur og árangur fyrir okkur að ná. Eftir þetta héldu mér engin bönd.“ Arnar Már er eins og svo margir aðrir dellukarl og þarna urðu hjólreiðarnar að ástríðu. „Ég bara hellti mér út í sportið, keypti alls konar græjur og æfði mikið bæði innanbæjar og fyrir utan borgarmörkin. Bíllinn fór í frí, ég hjólaði daglega til vinnu úr Hafnarfirði svokallaða Þriggja vatna leið til höfuðstöðva Íslenskra fjallaleiðsögumanna við Stórhöfða, en þá er meðal annars farið um Heiðmörk, fram hjá Vífilsstaðavatninu í gegnum Vatnsendahverfið og meðfram Elliðaánum.“ Mætti örlögum sínum Og það var einmitt á þessari leið sem Arnar Már, á fallegum haustdegi, 17. september, var að hjóla niður brekku í Vatnsendahvarfi þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Þar mætti hann örlögum sínum og lífið breyttist í einu vetfangi. Mölbrotinn og lá við köfnun Í dagbók lögreglunnar þennan dag er greint frá því að eftir alvarlegt slys á gatnamótum Vatnsendahvarfs og Ögurhvarfs sé reiðhjólamanni haldið sofandi í öndunarvél. Þeir sem ekki þekktu til gleymdu fréttinni fljótt, en fjölskylda og vinir hins slasaða voru í angist. „Ég man ekkert eftir þessum degi eða atburðinum sjálfum, en næ að púsla þessu saman eftir því sem mér er sagt og ég les í lögregluskýrslum,“ segir Arnar Már. „Dagurinn var einstaklega fallegur, dúnalogn og sól, ferskur haustilmur í lofti. Ég hafði tekið myndir á leiðinni á símann minn, sjálfsagt til að pósta á Facebook með skilaboðum um þau forréttindi að upplifa svo fallega náttúru og kyrrð á leið til vinnu. Aðeins nokkrum mínútum síðar hjóla ég niður brekku og þá verður slysið, bíll kemur úr gagnstæðri átt og beygir í veg fyrir mig, en út frá áverkum á vinstri hlið líkamans virðist ég hafa farið í kuðung til að verja mig sem mest. Hjólreiðamaður er einungis í spandexgalla og það er lítil vörn í honum, en að sjálfsögðu með hjálm á höfðinu sem kom líklega í veg fyrir frekari alvarlega áverka.“ Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda er líkamsræktarstöð þar nærri og talsverð umferð á þessum tíma dags. „Þótt minnið sé ekkert missti ég aldrei meðvitund og hljóðaði víst þannig að heyrðist til næstu byggðarlaga. Sá sem ók á mig hafði mestar áhyggjur af því að það blæddi úr vitunum á mér og ég fór á fjóra fætur til að reyna að draga andann, en annað lungað féll saman og marðist illa. Mér lá við köfnun.“ Við rannsókn komu í ljós 27 brot, öll rifbeinin vinstra megin voru tvíbrotin, rifjahylkið gekk allt til, viðbeinsbrot og þrefalt axlarbrot, tvær sprungur í mjaðmabeini, auk áverkans á lunganu og innvortis blæðinga, sem læknunum reyndist erfiðast að ná utan. „Það var hins vegar mitt lán að höfuðið var óskaddað og mænan einnig.“ Arnar Már lá á gjörgæslu í tæpan mánuð og í öndunarvél mest allan tímann. Á þriðja degi reyndu læknarnir að vekja hann en það gekk illa vegna þjáninga. „Sex dögum eftir slysið man ég fyrst eftir mér, vaknaði við píphljóð, sé konu í hvítum sloppi og andlitið á Steinunni, eiginkonu minni. Ég fór í mikið uppnám, vissi hvorki upp né niður og kastaði upp þegar Steinunn sagði mér málavöxtu. Hún hafði hins vegar undirbúið sig vel fyrir þessa stund, tókst að róa mig fljótt og ég stilltist þegar mér varð ljóst að ég gæti hreyft tær og fingur. Ég gat ekki talað á þessum tímapunkti, en langaði að öskra: Þetta getur ekki staðist! Ég fer varlega! Ég er ekki maðurinn sem lendir í hjólaslysi!“Arnar Már áttaði sig hins vegar fljótt á að hann þyrfti að sætta sig við orðinn hlut. Líf hans hékk á bláþræði í tvígang, ekki síst þegar lungnabólga skaut sér niður og læknarnir áttu í basli með að finna rétt sýklalyf. „Það er einkennileg upplifun að horfast í augu við dauðann, ég er breyttur maður eftir þetta og margir hafa haft á orði að ég sé ekki lengur sá sami. Við erum óendanlega þakklát fyrir að Lykla-Pétur var ekki viðlátinn þennan dag eða að ég hafi hreinlega verið með rangan lykil. Maður endurraðar hlutunum í kollinum á sér, forgangsröðunin verður önnur, samskiptin verða dýpri, tengslin nánari, tilfinningar sterkari. Þó ég telji mig hafa gert hlutina ágætlega fyrir slysið ætla ég að gera allt betur í framtíðinni, nú er allt meira spennandi, fjölskyldan, áhugamálin, vinnan, já lífið. Nú er það taka tvö, ég fékk annað tækifæri. Það er ótrúleg gæfa.“Hennar styrkur varð hans styrkur Á gjörgæslunni var hugur Arnars Más á mörkum hins raunverulega og óraunverulega. „Þessi tími er mjög eftirminnilegur jafnvel þótt minnið sé gloppótt. Mér voru gefin einhver ósköp af lyfjum til að stilla verki og slá á sýkingu, sem ollu svo miklum draumförum að raunveruleikinn varð allur skakkur. Í draumum mínum var ég meðal annars staddur á heilsuhælum í Japan ásamt fjölskyldu minni, eldri dæturnar áttu báðar kærasta og var önnur barnshafandi. Þetta var svo skýrt í huga mér að ég spurði Steinunni hvað dóttir okkar ætlaði að gera, eiga barnið? Hún hváði auðvitað og vissi ekkert um hvað ég var að tala,“ segir Arnar Már og hristir höfuðið yfir þessum undarlegu minningum. Verkefnið sem fjölskyldan fékk í hendurnar var risastórt og reyndi mjög á hans nánustu, en einnig vini og aðra aðstandendur, auk þess sem hjólasamfélaginu varð hverft við. Arnar Már segir nokkra þætti hafa komið sér í gegnum þennan erfiða tíma, en viðurkennir að stundum hafi hann verið við það að gefast upp. „Steinunn mín sat yfir mér vakin og sofin, hún hafði aldrei af mér augun. Hennar styrkur varð minn styrkur. Dæturnar voru mjög duglegar og samband okkar varð mjög náið. Læknateymið og hjúkrunarfólkið, sem vinnur við knappan kost var einstakt, jákvæðnin og áræðnin með ólíkindum. Í þriðja lagi var ég sjálfur í góðu formi, en það gerði læknunum kleift að einbeita sér að áverkunum, sem einfaldaði vinnu þeirra. Auk þessa helltust yfir mig heillaóskir, batakveðjur, bænir og stuðningur frá ótrúlegum fjölda fólks. Mér var ekki ljóst að ég ætti svona marga að, hver falleg hugsun þokaði mér í rétta átt.“ Eftir tæpar fjórar vikur fór loks að birta til, Arnar Már var fluttur á hjarta- og lungnadeild. „Ég var mjög lítill í mér, enn algerlega bjargarlaus. Í fyrsta sinn horfði ég í spegil og varð hverft við, enda hafði ég lést um fimmtán kíló, allur skakkur og skældur. Göngugrind og þrjá hjúkrunarfræðinga, einn með hjólastól, þurfti þegar ég stóð fyrst í fæturna en batinn varð hins vegar ótrúlega hraður. Endurhæfing á Grensásdeild er nú verkefni dagsins, en þar er mikið af fólki sem hefur ekki verið jafn lánsamt og ég eftir veikindi eða slys, ber höfuðið hátt og sýnir mikið æðruleysi og styrk. Ég mun aldrei vorkenna sjálfum mér eftir að hafa kynnst lífsbaráttunni þar. Í mínu tilfelli á þó eftir að koma í ljós hver endanlegur bati verður, hreyfigetan er enn takmörkuð. Andlega þrekið er síðan annar kapítuli, ég þarf mikinn svefn og þreytist auðveldlega. Mér er ljóst að ég verð aldrei aftur jafnheill og áður, en lít samt björtum augum fram á veginn.“ Enginn skyldi setja sig á háan hest Hraður vöxtur hefur verið í fjölda hjólreiðamanna á Ísland á mjög skömmum tíma. Til að mæta þeirri þróun hefur hjólreiðastígum verið fjölgað á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en er þó ábótavant víða. Sums staðar er gangandi og hjólandi vegfarendum ætlað að deila sama stígnum og oft kjósa hjólreiðamenn að nota göturnar, enda er það réttur þeirra. „Við erum ekki tilbúin fyrir þessa hjólreiðasprengju og stundum skapast stórhætta,“ segir Arnar Már og hefur talsverðar áhyggjur. „Uppgangur hjólsins er hluti af heilsueflingu landsmanna, kynslóðin sem ég tilheyri stundar hvers konar íþróttir og útivist og það er kúl að vera í fatnaði sem endurspeglar hreysti og heilbrigt líferni. Hjólreiðar eru góð og holl hreyfing, henta mjög breiðum hópi fólks, tengjast aukinni umhverfisvitund og þær eru komnar til að vera. Þegar eitthvað gerist svona hratt fylgir gatnakerfið ekki eftir og því eru aðstæður til hjólreiða víða erfiðar, ekki síst á veturna.“ Áberandi fatnaður, ljós og annar öryggisbúnaður á hjóli er mikilvægur til að fanga athygli bílstjóra. „Ég hef alltaf tamið mér að vera í litríkum klæðnaði og verið með blikkandi ljós að framan og aftan, samt lenti ég í þessu slysi. Svo sér maður fólk á racer-hjólum, svartklætt með öllu á mikilli ferð og það virðist engan veginn gera sér grein fyrir hættunni. Við þurfum að breyta ýmsu. Við sem þjálfum hjólreiðar þurfum að velja staði þar sem umferð er lítil, helst í útjaðri eða utan borgarmarkanna. Fara síðan hægar á stígum og þar sem umferð er mikil og aldrei mynda breiðfylkingu á götum, eins og sést stundum. Enginn skyldi síðan setja sig á háan hest, enginn á göturnar, við erum þarna saman, hjólreiðamenn og bílstjórar.“ Þá segir Arnar Már marga hjólreiðamenn vera nýja í íþróttinni, þeir átti sig oft ekki frekar en bílstjórar á hættunni sem geti skapast á sekúndubroti. „Meðan ástandið er eins og það er núna er ekki annað hægt en að höfða til skynsemi bæði bílstjóra og hjólreiðamanna. Ég biðla til ökumanna að venja sig á að horfa eftir hjólum, ekki aðeins bílum, en allir sem eru á hreyfingu á götu, hjólreiða- eða göngustíg eru hluti af umferðinni. Við þurfum að tileinka okkur tillitsemi hvert við annað. Alltaf.“Stefnir að því að hjóla á ný Andlegt og líkamlegt þrek Arnars Más mun ráða því hvers hann verður megnugur í framtíðinni. „Hestamennskan er fyrir bí og ég harma það mjög. Ég stefni hins vegar að því að hjóla á ný, en batinn og þrótturinn munu ráða því hversu öflugur ég get orðið. Ég er mjög kappsamur, en til þess að keppa og vera á racer-hjóli þarf maður að vera öruggur með sig og afslappaður. Það er ekki gefið. Sem stendur tek ég aðeins einn dag í einu, en það er enn mjög óraunverulegt að sitja með kaffibollann sinn, lesa lögregluskýrslur og fréttir um svo alvarlegt slys og gera sér grein fyrir því að það var raunverulega ég sem lenti í því. Á þessari stundu er ég því bara syngjandi sæll og glaður að vera hérna megin og fá að taka þátt í þessu yndislega lífi,“ segir Arnar Már að lokum og kveður með hlýju brosi.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Hús með sál Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson búa í tæplega 102 ára gömlu húsi í gamla vesturbænum. 28. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Sjá meira
Hús með sál Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson búa í tæplega 102 ára gömlu húsi í gamla vesturbænum. 28. nóvember 2015 11:00