Lífið

Sigmar og Júlíana trúlofast

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmar var lengi ritstjóri Kastljóssins á Ríkisútvarpinu, þar sem hann starfar enn.
Sigmar var lengi ritstjóri Kastljóssins á Ríkisútvarpinu, þar sem hann starfar enn. Vísir/Vilhelm
Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður og Júlíana Einarsdóttir nemi tilkynntu í dag um trúlofun sína á samskiptavefnum Facebook. Þau eru um þessar mundir stödd á Tenerife á Spáni þar sem þau eyða jólunum saman.

Þau Sigmar og Júlíana hafa verið í sambandi í nokkur ár og eiga saman drenginn Hrafn. Sigmar er landsmönnum kunnugur fyrir störf sín í sjónvarpi og útvarpi en hann var meðal annars lengi ritstjóri Kastljóssins og spyrill í Gettu Betur og Útsvari. Júlíana leggur stund á nám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.