Hér sést þota Loftleiða lenda á Suðurskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2015 20:15 Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Íslendingar mörkuðu þáttaskil í flugsögunni í gær þegar Boeing 757-þota lenti á íshellu á Suðurskautinu. Þetta er fyrsta farþegaflug þotu í atvinnuskyni á þennan afskekktasta stað jarðar. Vélinni var flogið frá borginni Punta Arenas í Chile og áfangastaðurinn var gegnfrosin mörghundruð metra þykk íshella á stað sem kallast Union Glacier, en flugtíminn er um fjórar og hálf klukkustund. Myndskeiðin af lendingunni, sem sýnd voru í fréttum Stöðvar 2, fengum við frá flugstjóranum, August Håkansson, og ferðaskrifstofunni Antarctic Logistics & Expeditions, sem leigir þotuna af Loftleiðum, dótturfélagi Icelandair. Hér má sjá innréttingu vélarinnar.Vísir/Pjetur Áður en lent var með farþega fóru flugmenn Icelandair í reynsluferð til að prófa þessa óvenjulegu flugbraut. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic, segir að brautin sé gegnheill mörghundruð metra þykkur ís. Kuldinn sé nægilegur til að brautin sé stöm þannig að bremsuskilyrði séu fullnægjandi og gekk lendingin að óskum.Sjá einnig: Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Þotan er með lúxusinnréttingu fyrir 62 farþega og er gert ráð fyrir að hún fari fjórar til fimm ferðir á Suðurskautið með efnað fólk í ævintýraleit. Það klífi þar fjöll, skoði náttúruna og hlaupi meira að segja Suðurskautsmaraþonið. Með þessari lendingu ná Lofleiðir því að vera með starfsemi í sjö heimsálfum á þessu ári og nefnir Erlendur Ástralíu, Papúa Nýju-Gíneu, Síerra Leóne, Frakkland, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og núna á Suðurskautið.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira