Svartur föstudagur aldrei eins stór hér á landi og í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 15:02 vísir/anton/stefán Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira