Lætur hjartað og skáldið ráða för Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 14:30 Stúlka með höfuð Þórunn Jarla Valdimarsdóttir JPV, 2015 321 bls. „Tíminn er samt ekki lína. Þetta eru tvenn ímynduð lönd, fortíðin og framtíðin. Hrygglengjan er föst í núinu, vængirnir dreyma sig burt. Hvor í sína áttina.“ Þessi orð er að finna undir lok bókarinnar Stúlka með höfuð, sjálfstæðu framhaldi af Stúlku með fingur og Stúlku með maga þar sem Þórunn sagði sögu móður sinnar og formæðra, en hér segir hún frá sinni æsku og uppvexti. Þessi orð undir lok bókarinnar eru eins og manifesto, segja okkur hvernig þessi saga er skrifuð. Í Stúlka með höfuð fer Þórunn frjáls um lönd tímans. Þó svo að sagan fylgi uppvexti og árum Þórunnar frá því hún kom í heiminn árið 1954 og fram á níunda áratuginn þá er vitund og viðvera hins fullorðna, þroskaða sögumanns ávallt sterk fyrir lesandanum. Þroski, reynsla, tilfinningaleg dýpt og einlægni eru alltumlykjandi í frásögninni og gera lesturinn afar ánægjulegan. Saga Þórunnar og æska er hvorki hörmungasaga né hlaðin játningum. Þriðja barn í sjö systkina hópi, auk fimm hálfsystkina sem faðir hennar eignaðist með seinni konu sinni. Skilnaður foreldra hennar og síðar veikindi móður hafa verið Þórunni þungbær og systkini hennar eru henni ákaflega kær. En það er líka þar sem Þórunni tekst allra best upp. Þegar allt er þrungið af tilfinningum; móðurást, föðuraðdáun, systkinakærleik, ábyrgð, eftirsjá og von. Djúpar tilfinningar eru spennandi í meðförum Þórunnar þar sem hún leyfir skáldinu að skína. Lætur hjartað ráða för fremur en línulega skynsemi sagnfræðingsins. Með því að hleypa lesandanum svona djúpt inn í tilfinningalíf sitt og með því að vera einlæg, hrein og bein um sitt nánasta fólk tekst Þórunni að draga upp skýrar og sterkar myndir af samferðafólki sínu sem og samfélagslegum samtíma. Það er svo langtum skemmtilegra aflestrar en þurrar mannlýsingar og útlistanir á umhverfi. Vandinn er að eftir því sem líður á uppvaxtarár Þórunnar, og fólki sem skiptir hana augljóslega minna máli fjölgar í lífi hennar, þá dregur helst til mikið úr þessum innileika. Aukapersónur verða helst til margar og misáhugaverðar og gætir þessa einkum í kaflanum MH Animal Farm sem er einfaldlega óþarflega efnismikill og langur. Mexíkó-kaflinn í kjölfarið er áhugaverðari en það er gott að komast aftur í innileika og tilfinningaþrunginn stíl höfundar í lokaköflunum. Þórunn skrifar flúraðan og ljóðrænan stíl. Það er áhættusamt en gengur upp. Stíllinn og myndmálið er hluti af þessu opna tilfinningalífi og dregur upp skemmtilega mynd af sögumanni og samferðamönnum. Stúlka með höfuð er heillandi og það er synd ef Þórunn heldur sig við að láta staðar numið við þríleikinn fremur en að bæta við fjórðu bók og næsta æviskeiði.Niðurstaða: Falleg, tilfinningarík og skemmtilega ofin sjálfsævisaga sem gefur sterka mynd af höfundi og samferðafólki. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stúlka með höfuð Þórunn Jarla Valdimarsdóttir JPV, 2015 321 bls. „Tíminn er samt ekki lína. Þetta eru tvenn ímynduð lönd, fortíðin og framtíðin. Hrygglengjan er föst í núinu, vængirnir dreyma sig burt. Hvor í sína áttina.“ Þessi orð er að finna undir lok bókarinnar Stúlka með höfuð, sjálfstæðu framhaldi af Stúlku með fingur og Stúlku með maga þar sem Þórunn sagði sögu móður sinnar og formæðra, en hér segir hún frá sinni æsku og uppvexti. Þessi orð undir lok bókarinnar eru eins og manifesto, segja okkur hvernig þessi saga er skrifuð. Í Stúlka með höfuð fer Þórunn frjáls um lönd tímans. Þó svo að sagan fylgi uppvexti og árum Þórunnar frá því hún kom í heiminn árið 1954 og fram á níunda áratuginn þá er vitund og viðvera hins fullorðna, þroskaða sögumanns ávallt sterk fyrir lesandanum. Þroski, reynsla, tilfinningaleg dýpt og einlægni eru alltumlykjandi í frásögninni og gera lesturinn afar ánægjulegan. Saga Þórunnar og æska er hvorki hörmungasaga né hlaðin játningum. Þriðja barn í sjö systkina hópi, auk fimm hálfsystkina sem faðir hennar eignaðist með seinni konu sinni. Skilnaður foreldra hennar og síðar veikindi móður hafa verið Þórunni þungbær og systkini hennar eru henni ákaflega kær. En það er líka þar sem Þórunni tekst allra best upp. Þegar allt er þrungið af tilfinningum; móðurást, föðuraðdáun, systkinakærleik, ábyrgð, eftirsjá og von. Djúpar tilfinningar eru spennandi í meðförum Þórunnar þar sem hún leyfir skáldinu að skína. Lætur hjartað ráða för fremur en línulega skynsemi sagnfræðingsins. Með því að hleypa lesandanum svona djúpt inn í tilfinningalíf sitt og með því að vera einlæg, hrein og bein um sitt nánasta fólk tekst Þórunni að draga upp skýrar og sterkar myndir af samferðafólki sínu sem og samfélagslegum samtíma. Það er svo langtum skemmtilegra aflestrar en þurrar mannlýsingar og útlistanir á umhverfi. Vandinn er að eftir því sem líður á uppvaxtarár Þórunnar, og fólki sem skiptir hana augljóslega minna máli fjölgar í lífi hennar, þá dregur helst til mikið úr þessum innileika. Aukapersónur verða helst til margar og misáhugaverðar og gætir þessa einkum í kaflanum MH Animal Farm sem er einfaldlega óþarflega efnismikill og langur. Mexíkó-kaflinn í kjölfarið er áhugaverðari en það er gott að komast aftur í innileika og tilfinningaþrunginn stíl höfundar í lokaköflunum. Þórunn skrifar flúraðan og ljóðrænan stíl. Það er áhættusamt en gengur upp. Stíllinn og myndmálið er hluti af þessu opna tilfinningalífi og dregur upp skemmtilega mynd af sögumanni og samferðamönnum. Stúlka með höfuð er heillandi og það er synd ef Þórunn heldur sig við að láta staðar numið við þríleikinn fremur en að bæta við fjórðu bók og næsta æviskeiði.Niðurstaða: Falleg, tilfinningarík og skemmtilega ofin sjálfsævisaga sem gefur sterka mynd af höfundi og samferðafólki.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira