Heimatilbúið súrkál 27. nóvember 2015 11:00 Heimatilbúið súrkál er ein sú hollasta fæða sem hægt er að hugsa sér og það er einfalt og ódýrt að búa til. Það er góð regla að eiga alltaf heimatilbúið súrkál í ísskápnum og fá sér smá skammt á hverjum degi. Súrkálið færir okkur fullt af góðum gerlum sem þjóna mörgum mikilvægum hlutverkum, m.a. að viðhalda heilbrigðri meltingu, styrkja ónæmiskerfið og bæta geðheilsu.1 hvítkálshaus1?½ matskeið óhreinsað sjávarsalt1 matskeið kúmenfræÁhöld: Trébretti, góður hnífur, stór glerskál, stór glerkrukka með stóru opi, lítil glerkrukka sem passar ofan í stóru krukkuna, grjót eða annað farg til að setja ofan í litlu krukkuna, bleyjuklútur til að breiða yfir, teygja/band.Leiðbeiningar: Saxa hvítkálið niður og hreinsa ysta lagið ásamt kjarna burt. Skera hvítkálið í mjóar ræmur. Blanda saman hvítkálsræmum og salti í glerskál. Nudda vel saman og kreista með höndunum í 5-10 mín eða þangað til hvítkálið er farið að linast og safi farinn að koma úr því. Blanda kúmenfræjum út í. Setja hvítkálsræmurnar í stærri krukkuna og þrýsta reglulega niður með hnefanum. Hægt að taka ysta lagið af hvítkálshausnum (sem tekið var af í byrjun) til að leggja yfir sem hlíf en það hjálpar við gerjunina. Setja síðan minni krukkuna ofan í þá stærri, ofan á hvítkálið. Fylla hana af steinum/sandi eða einhverju þungu til að búa til farg. Þetta er til þess að halda hvítkálinu samanþjöppuðu þannig að safinn úr því nái að fljóta yfir. Loka stærri krukkunni með bleyjuklút og teygju eða bandi. Næsta sólahring er mikilvægt að þrýsta kálinu reglulega niður til að losa úr því vökva sem á síðan að fljóta yfir kálið. Ef vökvinn úr kálinu nær ekki að hylja það eftir sólarhring þá þarf að bæta vatni á þannig að fljóti yfir hvítkálið. Alltaf að hafa minni krukkuna ofan í sem farg á meðan kálið gerjast. Látið kálið gerjast í 3-10 daga. Það er smekksatriði hvenær kálið er tilbúið. Það má borða það á hvaða tíma sem er. Því lengur sem það er látið gerjast, því meira af bakteríum sem er bónus. Þegar súrkálið er tilbúið (smakka reglulega – engin regla) þá er litla krukkan fjarlægð og lok sett á. Geymist í kæli í 2 mánuði. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Það er góð regla að eiga alltaf heimatilbúið súrkál í ísskápnum og fá sér smá skammt á hverjum degi. Súrkálið færir okkur fullt af góðum gerlum sem þjóna mörgum mikilvægum hlutverkum, m.a. að viðhalda heilbrigðri meltingu, styrkja ónæmiskerfið og bæta geðheilsu.1 hvítkálshaus1?½ matskeið óhreinsað sjávarsalt1 matskeið kúmenfræÁhöld: Trébretti, góður hnífur, stór glerskál, stór glerkrukka með stóru opi, lítil glerkrukka sem passar ofan í stóru krukkuna, grjót eða annað farg til að setja ofan í litlu krukkuna, bleyjuklútur til að breiða yfir, teygja/band.Leiðbeiningar: Saxa hvítkálið niður og hreinsa ysta lagið ásamt kjarna burt. Skera hvítkálið í mjóar ræmur. Blanda saman hvítkálsræmum og salti í glerskál. Nudda vel saman og kreista með höndunum í 5-10 mín eða þangað til hvítkálið er farið að linast og safi farinn að koma úr því. Blanda kúmenfræjum út í. Setja hvítkálsræmurnar í stærri krukkuna og þrýsta reglulega niður með hnefanum. Hægt að taka ysta lagið af hvítkálshausnum (sem tekið var af í byrjun) til að leggja yfir sem hlíf en það hjálpar við gerjunina. Setja síðan minni krukkuna ofan í þá stærri, ofan á hvítkálið. Fylla hana af steinum/sandi eða einhverju þungu til að búa til farg. Þetta er til þess að halda hvítkálinu samanþjöppuðu þannig að safinn úr því nái að fljóta yfir. Loka stærri krukkunni með bleyjuklút og teygju eða bandi. Næsta sólahring er mikilvægt að þrýsta kálinu reglulega niður til að losa úr því vökva sem á síðan að fljóta yfir kálið. Ef vökvinn úr kálinu nær ekki að hylja það eftir sólarhring þá þarf að bæta vatni á þannig að fljóti yfir hvítkálið. Alltaf að hafa minni krukkuna ofan í sem farg á meðan kálið gerjast. Látið kálið gerjast í 3-10 daga. Það er smekksatriði hvenær kálið er tilbúið. Það má borða það á hvaða tíma sem er. Því lengur sem það er látið gerjast, því meira af bakteríum sem er bónus. Þegar súrkálið er tilbúið (smakka reglulega – engin regla) þá er litla krukkan fjarlægð og lok sett á. Geymist í kæli í 2 mánuði.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira