Hefur sykur eitthvað að segja? Birna Ásbjörnsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 13:00 Vísir/Getty Sú fæða sem við veljum okkur daglega hefur áhrif á örverur sem lifa í meltingarvegi okkar. Þessar örverur nærast og dafna á því fæði sem við látum ofan í okkur og val okkar á fæði ræður því hvaða örverur dafna best. Með aukinni tækni í næringarvísindum, efnafræði ásamt vaxandi framleiðslugetu hafa framleiðsluaðferðir sykurs þróast frá vinnslu einungis úr sykurrófum eða sykurreyr yfir í ódýrari og lélegri afurðir eins og kornsíróp (high-fructose corn syrup-HFCS) og „hitaeiningasnauðan“ gervisykur. Allur unninn eða viðbættur sykur skaffar aukaorku og er í raun óþarfur í fæði okkar, þar sem þessar afurðir færa okkur engin nauðsynleg næringarefni. Hvaða flóru ertu að næra? Við erum með örverur í meltingarveginum, frá munni og alla leið niður í ristil/endaþarm. Ristillinn hefur að geyma hlutfallslega langflestar örverur og eru bacteroides, actinobacteria, firmicutes og proteobacteria fjölmennastar. Nýlega hefur tekist að flokka þessar bakteríur enn frekar eftir efnaskiptagetu sem fer fram eftir háþróuðum þverlægum stigskipunum þessara baktería. Þannig hefur verið hægt að finna enn frekar hvert sérsvið þeirra er og njörva niður hvernig bakteríurnar hafa áhrif á efnaskipti okkar. Meðal annars ræður fjölbreytileiki þessara baktería hversu vel eða illa við meltum fæðuna og hvort hún síðan byggir okkur upp eða jafnvel skaðar. Það er einstaklingsbundið hvaða orku/hitaeiningar við erum að fá út úr fæðinu sem við neytum. Þarmaflóran ræður þar miklu en hefur einnig mikið um það að segja hversu heilir eða þéttir þarmaveggirnir eru. Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer út í líkamann. Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir, hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum þar í gegn.Þarmaflóra og óþol Óþol og ofnæmi eru sífellt að aukast, bæði hjá börnum og fullorðnum. Sumir telja sig finna fyrir óþægindum af hveiti meðan aðrir finna að glúten gerir þeim ekki gott. Ástæðan getur einfaldlega verið sú að þarmaflóran hefur ekki nóg af þeim tilteknu örverum sem þarf til að brjóta niður og melta þessar afurðir. Ástæðurnar geta verið óteljandi margar, en ofneysla á sykri er ein, þar sem sykur nærir t.d. sveppi og aðrar óæskilegar örverur.Gervisæta umbreytist í orku Rannsóknir hafa ekki sýnt fyllilega fram á hvað verður um gervisætu í meltingarveginum. Það er margt sem bendir til þess að bakteríur í þörmum, sér í lagi í ristlinum, gerji þessa afurð og búi þannig til orku úr gervisykrinum með framleiðslu á ákveðnum fitusýrum (SCFAs) sem síðan skaffa okkur orku. Það er ekki hægt að fullyrða að gervisæta innihaldi fáar sem engar hitaeiningar.Sykur og bólgur í líkama Rannsóknir sýna fram á að langvarandi bólgur geta leitt til langvinnra sjúkdóma. Sýnt hefur verið fram á tengsl bólgusjúkdóma í meltingarvegi og neyslu sykurs og annarra kolvetna. Rannsóknir sýna einnig fram á að langvarandi bólgur og síendurteknar sýkingar hafa skaðleg áhrif á upptöku og nýtingu á sykri. Sýnt hefur verið fram á tengsl langvarandi bólguvandamála og krabbameina og/eða annarra langvinnra sjúkdóma. Röng samsetning á þarmaflóru getur valdið ofþyngd og langvarandi bólgum með tilheyrandi vandamálum, s.s. aukinni matarlyst og ótímabærri öldrun.Sykur og taugakerfið Neysla á sykri hefur verið rannsökuð í tengslum við hegðun. Sýnt hefur verið fram á breytta hegðun og jafnvel auknar líkur á geðrænum vandamálum. Til dæmis má nefna aukin streituviðbrögð, ofvirknihegðun og einbeitingarskort. Fæðan skiptir máli Það er ekki nóg að telja hitaeiningar eða bara forðast sykur. Skoða þarf hlutina í samhengi og að muna að engir tveir eru eins. Það er mikilvægt að reyna að byggja upp góða þarmaflóru með réttu mataræði. Það ætti að vera sem mest óunnið fæði og án allra aukaefna. Það sem við látum ofan í okkur verður að þeim jarðvegi sem við erum að rækta í þörmunum okkar. Við ættum að velta því fyrir okkur hvað það er sem við viljum byggja upp og rækta innra með okkur þegar við veljum okkur mat á diskinn. Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sú fæða sem við veljum okkur daglega hefur áhrif á örverur sem lifa í meltingarvegi okkar. Þessar örverur nærast og dafna á því fæði sem við látum ofan í okkur og val okkar á fæði ræður því hvaða örverur dafna best. Með aukinni tækni í næringarvísindum, efnafræði ásamt vaxandi framleiðslugetu hafa framleiðsluaðferðir sykurs þróast frá vinnslu einungis úr sykurrófum eða sykurreyr yfir í ódýrari og lélegri afurðir eins og kornsíróp (high-fructose corn syrup-HFCS) og „hitaeiningasnauðan“ gervisykur. Allur unninn eða viðbættur sykur skaffar aukaorku og er í raun óþarfur í fæði okkar, þar sem þessar afurðir færa okkur engin nauðsynleg næringarefni. Hvaða flóru ertu að næra? Við erum með örverur í meltingarveginum, frá munni og alla leið niður í ristil/endaþarm. Ristillinn hefur að geyma hlutfallslega langflestar örverur og eru bacteroides, actinobacteria, firmicutes og proteobacteria fjölmennastar. Nýlega hefur tekist að flokka þessar bakteríur enn frekar eftir efnaskiptagetu sem fer fram eftir háþróuðum þverlægum stigskipunum þessara baktería. Þannig hefur verið hægt að finna enn frekar hvert sérsvið þeirra er og njörva niður hvernig bakteríurnar hafa áhrif á efnaskipti okkar. Meðal annars ræður fjölbreytileiki þessara baktería hversu vel eða illa við meltum fæðuna og hvort hún síðan byggir okkur upp eða jafnvel skaðar. Það er einstaklingsbundið hvaða orku/hitaeiningar við erum að fá út úr fæðinu sem við neytum. Þarmaflóran ræður þar miklu en hefur einnig mikið um það að segja hversu heilir eða þéttir þarmaveggirnir eru. Heilbrigði þarmaveggja er mikilvægt þar sem þeir stýra því hvað fer út í líkamann. Ef þarmaveggir eru ekki nógu heilbrigðir, hleypa þeir meira af bólgumyndandi efnum þar í gegn.Þarmaflóra og óþol Óþol og ofnæmi eru sífellt að aukast, bæði hjá börnum og fullorðnum. Sumir telja sig finna fyrir óþægindum af hveiti meðan aðrir finna að glúten gerir þeim ekki gott. Ástæðan getur einfaldlega verið sú að þarmaflóran hefur ekki nóg af þeim tilteknu örverum sem þarf til að brjóta niður og melta þessar afurðir. Ástæðurnar geta verið óteljandi margar, en ofneysla á sykri er ein, þar sem sykur nærir t.d. sveppi og aðrar óæskilegar örverur.Gervisæta umbreytist í orku Rannsóknir hafa ekki sýnt fyllilega fram á hvað verður um gervisætu í meltingarveginum. Það er margt sem bendir til þess að bakteríur í þörmum, sér í lagi í ristlinum, gerji þessa afurð og búi þannig til orku úr gervisykrinum með framleiðslu á ákveðnum fitusýrum (SCFAs) sem síðan skaffa okkur orku. Það er ekki hægt að fullyrða að gervisæta innihaldi fáar sem engar hitaeiningar.Sykur og bólgur í líkama Rannsóknir sýna fram á að langvarandi bólgur geta leitt til langvinnra sjúkdóma. Sýnt hefur verið fram á tengsl bólgusjúkdóma í meltingarvegi og neyslu sykurs og annarra kolvetna. Rannsóknir sýna einnig fram á að langvarandi bólgur og síendurteknar sýkingar hafa skaðleg áhrif á upptöku og nýtingu á sykri. Sýnt hefur verið fram á tengsl langvarandi bólguvandamála og krabbameina og/eða annarra langvinnra sjúkdóma. Röng samsetning á þarmaflóru getur valdið ofþyngd og langvarandi bólgum með tilheyrandi vandamálum, s.s. aukinni matarlyst og ótímabærri öldrun.Sykur og taugakerfið Neysla á sykri hefur verið rannsökuð í tengslum við hegðun. Sýnt hefur verið fram á breytta hegðun og jafnvel auknar líkur á geðrænum vandamálum. Til dæmis má nefna aukin streituviðbrögð, ofvirknihegðun og einbeitingarskort. Fæðan skiptir máli Það er ekki nóg að telja hitaeiningar eða bara forðast sykur. Skoða þarf hlutina í samhengi og að muna að engir tveir eru eins. Það er mikilvægt að reyna að byggja upp góða þarmaflóru með réttu mataræði. Það ætti að vera sem mest óunnið fæði og án allra aukaefna. Það sem við látum ofan í okkur verður að þeim jarðvegi sem við erum að rækta í þörmunum okkar. Við ættum að velta því fyrir okkur hvað það er sem við viljum byggja upp og rækta innra með okkur þegar við veljum okkur mat á diskinn.
Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira