Enski boltinn

Fyrrum samherji Kolbeins til Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djilobodji fékk fjögurra ára samning hjá Chelsea.
Djilobodji fékk fjögurra ára samning hjá Chelsea. vísir/afp
Chelsea hefur fest kaup á senegalska varnarmanninum Papy Djilobodji frá Nantes. Þetta staðfesti franska liðið nú rétt í þessu.

Djilobodji, sem er 26 ára, skrifaði undir fjögurra ára samning við Englandsmeistarana sem borga Nantes um þrjár milljónir punda fyrir leikmanninn.

Það er spurning hvort kaupin á Djilobodji þýði að John Stones, miðvörður Everton, sé ekki á leið til Chelsea en hann hefur verið sterklega orðaður við ensku meistarana undanfarnar vikur.

Djilobodji kom til Nantes frá D-deildarliði Sénart-Moissy árið 2009 og lék tæplega 200 leiki fyrir Nantes sem landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með.

Djilobodji var lykilmaður í vörn Nantes í fyrra en liðið fékk aðeins á sig 40 mörk í 38 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni. Aðeins fjögur lið fengu á sig færri mörk í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×