Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Lýður Árnason skrifar 1. september 2015 07:00 Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun