Hélt alltaf að Ferðalok fjallaði um Hornafjörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2015 10:15 „Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum, heldur var bara kominn í fullorðinsmúsík mjög snemma,“ rifjar Grétar upp. Vísir/GVA Þó að langt sé síðan Grétar Örvarsson varð þekkt nafn í tónlistarlífi landsmanna hefur hann ekki gefið út sólódisk fyrr en í dag. „Ég hef bara spilað og sungið á plötum, kasettum og diskum með Stjórninni, við gáfum út, ef ég man rétt, sjö plötur. Svo gaf ég líka út diskinn Milli mín og þín með Bjarna Ara á sínum tíma,“ segir Grétar, þegar hann lýsir útgáfuferlinum. Grétar ólst upp austur á Hornafirði og var fjórtán ára farinn að spila opinberlega við ýmis tækifæri. „Mamma, Karen Karlsdóttir, hjálpaði mér að kaupa hljóðfæri, það var Yamaha, tveggja borða orgel með fótbassa,“ rifjar hann upp. Hann kveðst hafa verið í píanónámi hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ en lært líka mikið bara sjálfur. „Ég fór snemma að spila með mönnum sem voru aðeins eldri en ég og skipuðu mér að fara að spila djass-standarda og gömlu dansana. Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum heldur var bara strax kominn í fullorðinsmúsík. Þá voru böll um hverja helgi og ég fékk undanþágu hjá sýslumanninum, Friðjóni Guðröðarsyni, til að spila á Hótel Höfn, þar sem var vínveitingaleyfi. Sautján ára stofnaði ég svo mína fyrstu hljómsveit austur á Hornafirði. Þetta var allt rosalega góður skóli sem ég bý alltaf að." Faðir Grétars var hinn landsþekkti harmóníkuleikari Örvar Kristjánsson. Skyldu þeir feðgar ekki hafa troðið upp saman? „Jú, þegar ég var kominn til Reykjavíkur í nám, átján, nítján ára, greip ég oft í að spila með pabba, meðal annars á Skálafelli á Hótel Esju (sem nú heitir Nordica hótel) og fór með honum að spila á þorrablóti Íslendinga í Stokkhólmi. Fljótlega var ég samt kominn með mína eigin sveit, Hljómsveit Grétars Örvarssonar, og 23 ára orðinn hljómsveitarstjóri á Hótel Sögu, þar spilaði ég í mörg ár, bæði í Átthagasal og Súlnasal og árið 1988 stofnaði ég svo Stjórnina.“ Lengi býr að fyrstu gerð og með diskinum sem nú er að koma út leitar Grétar til fortíðar í gömlu góðu dægurlögin. Hann tekur fyrir þekkt íslensk og skandinavísk lög, með íslenskum textum og syngur þau öll. Auk þess syngja þrjár söngkonur með honum jafnmarga dúetta, Stefanía Svavarsdóttir, Heiða Ólafsdóttir og Elísabet Ormslev. „Allt frábærar söngkonur,“ segir Grétar og tekur líka fram að fjöldinn allur af góðum hljóðfæraleikurum spili með honum á diskinum. Grétar er ekkert að flækja málin þegar kemur að nafngift disksins sem heitir Ellefu dægurlög. Kvöldsigling Gísla Helgasonar hljómar þar í nýrri útsetningu og meðal laga eru Eina nótt (Láttu mjúkra lokka flóð), Þannig týnist tíminn og Ferðalok. „Ég hélt alltaf að Ferðalok væri samið um Hornafjörð,“ segir Grétar, „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga… - mjög hornfirsk mynd. Þegar ég fór að huga að útgáfutónleikum kom bara einn staður til greina. Ég ætla að halda þá „heima“ á Hornafirði þann 19. september og að sjálfsögðu á Hótel Höfn þar sem ég byrjaði.“ Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þó að langt sé síðan Grétar Örvarsson varð þekkt nafn í tónlistarlífi landsmanna hefur hann ekki gefið út sólódisk fyrr en í dag. „Ég hef bara spilað og sungið á plötum, kasettum og diskum með Stjórninni, við gáfum út, ef ég man rétt, sjö plötur. Svo gaf ég líka út diskinn Milli mín og þín með Bjarna Ara á sínum tíma,“ segir Grétar, þegar hann lýsir útgáfuferlinum. Grétar ólst upp austur á Hornafirði og var fjórtán ára farinn að spila opinberlega við ýmis tækifæri. „Mamma, Karen Karlsdóttir, hjálpaði mér að kaupa hljóðfæri, það var Yamaha, tveggja borða orgel með fótbassa,“ rifjar hann upp. Hann kveðst hafa verið í píanónámi hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ en lært líka mikið bara sjálfur. „Ég fór snemma að spila með mönnum sem voru aðeins eldri en ég og skipuðu mér að fara að spila djass-standarda og gömlu dansana. Ég fékk ekkert að vera í bílskúrsböndunum heldur var bara strax kominn í fullorðinsmúsík. Þá voru böll um hverja helgi og ég fékk undanþágu hjá sýslumanninum, Friðjóni Guðröðarsyni, til að spila á Hótel Höfn, þar sem var vínveitingaleyfi. Sautján ára stofnaði ég svo mína fyrstu hljómsveit austur á Hornafirði. Þetta var allt rosalega góður skóli sem ég bý alltaf að." Faðir Grétars var hinn landsþekkti harmóníkuleikari Örvar Kristjánsson. Skyldu þeir feðgar ekki hafa troðið upp saman? „Jú, þegar ég var kominn til Reykjavíkur í nám, átján, nítján ára, greip ég oft í að spila með pabba, meðal annars á Skálafelli á Hótel Esju (sem nú heitir Nordica hótel) og fór með honum að spila á þorrablóti Íslendinga í Stokkhólmi. Fljótlega var ég samt kominn með mína eigin sveit, Hljómsveit Grétars Örvarssonar, og 23 ára orðinn hljómsveitarstjóri á Hótel Sögu, þar spilaði ég í mörg ár, bæði í Átthagasal og Súlnasal og árið 1988 stofnaði ég svo Stjórnina.“ Lengi býr að fyrstu gerð og með diskinum sem nú er að koma út leitar Grétar til fortíðar í gömlu góðu dægurlögin. Hann tekur fyrir þekkt íslensk og skandinavísk lög, með íslenskum textum og syngur þau öll. Auk þess syngja þrjár söngkonur með honum jafnmarga dúetta, Stefanía Svavarsdóttir, Heiða Ólafsdóttir og Elísabet Ormslev. „Allt frábærar söngkonur,“ segir Grétar og tekur líka fram að fjöldinn allur af góðum hljóðfæraleikurum spili með honum á diskinum. Grétar er ekkert að flækja málin þegar kemur að nafngift disksins sem heitir Ellefu dægurlög. Kvöldsigling Gísla Helgasonar hljómar þar í nýrri útsetningu og meðal laga eru Eina nótt (Láttu mjúkra lokka flóð), Þannig týnist tíminn og Ferðalok. „Ég hélt alltaf að Ferðalok væri samið um Hornafjörð,“ segir Grétar, „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga… - mjög hornfirsk mynd. Þegar ég fór að huga að útgáfutónleikum kom bara einn staður til greina. Ég ætla að halda þá „heima“ á Hornafirði þann 19. september og að sjálfsögðu á Hótel Höfn þar sem ég byrjaði.“
Tónlist Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira